Enski boltinn

Silva og Balotelli missa af leiknum gegn Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez, Silva og Balotelli.
Carlos Tevez, Silva og Balotelli. Nordic Photos / Getty Images

Þeir David Silva og Mario Balotelli eru báðir meiddir á hné og verða ekki með Manchester City þegar liðið mætir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Svo gæti farið að Silva verði frá keppni næstu tvær vikurnar en Balotelli missti einnig af leik City gegn Blackpool á nýársdag. Hann skoraði þrennu síðast þegar hann spilaði, í leik gegn Aston Villa.

„Þetta er stórt vandamál," sagði Roberto Mancini, stjóri City á blaðamannafundi í dag. „Hvorugur þeirra getur spilað."

„David hefur verið okkur mikilvægur og hefur staðið sig mjög vel að undanförnu. Vonandi getur hann spilað gegn Wolves þann 15. janúar en Mario gæti náð bikarleiknum gegn Leicester á sunnudaginn."

Hann segir enn fremur að reynsluleysi City gæti orðið liðinu að falli í baráttu um enska meistaratitilinn.

„Arsenal, Chelsea, United og Tottenham eru öll reynslumeiri lið. Það er líklegt að eitt þeirra liða vinni titilinn. Við viljum bara halda áfram að sinna okkar vinnu og reyna að bæta okkur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×