Enski boltinn

Bruce hefur líka áhuga á Beckham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Bruce, stjóri Sunderland.
Steve Bruce, stjóri Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Sunderland hefur bæst í þann hóp liða sem vilja fá David Beckham að láni frá LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Tottenham og Blackburn hafa einnig lýst yfir áhuga á að fá kappann sem er sagður vilja spila í Evrópu þar til að keppnistímabilið hefst í Bandaríkjunum þann 15. mars næstkomandi.

„Ég hef þekkt hann í langan tíma," sagði Steve Bruce, stjóri Sunderland. „Ég hef rætt við hann en ætla að halda því á milli okkar."

„Ég get staðfest að við höfum áhuga á honum en þau eru nokkur félögin sem vilja fá hann. Ég held að þetta verði undir honum sjálfum komið."

„Ég er ekki viss um hvað hann ætlar að gera en ég tel þó líklegt að hann vilji vera í Lundúnum. En þetta er leikmaður sem býr yfir mikilli reynslu og er enn góður."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×