Minningar og meðferð Kristinn Jens Sigurþórsson skrifar 3. nóvember 2011 06:00 Ellefu þjóðkirkjuprestar senda mér kveðju sína hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Eru þar á ferðinni kærir kollegar. Finnst þeim miður hvernig ég í greininni „Bældar minningar á brauðfótum?“ fjallaði um Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og bók hennar, „Ekki líta undan.“ Gera þeir þrenns konar athugasemdir við skrif mín og kalla eftir veigamiklum ástæðum og gildum rökum fyrir þeim. Eftir að hafa vitnað í grein mína segja ellefu-menningarnir, að sérhver sem geri upp minningar af kynferðisafbrotum og sifjaspelli upplifi mikla höfnun og sársauka þegar orð þeirra eru sögð marklaus og þau dregin í efa. Nú er í sjálfu sér enginn ágreiningur á milli okkar prestanna um þetta, því vitaskuld þarf að mæta sérhverjum skjólstæðingi þar sem hann er staddur hverju sinni, og það verður ekki gert með því að gera lítið úr frásögnum, upplifun eða reynslu. Þá er sérlega mikilvægt á fyrstu stigum allra mála sem snúa að kynferðisofbeldi eða misnotkun, að þau komist í réttan farveg og fái faglega umfjöllun, og þá dugar auðvitað ekki að draga neitt í efa. Hins vegar háttar þannig til í því tilfelli sem hér um ræðir, að viðkomandi hefur þegið sálfræðimeðferð í a.m.k. átta ár og einnig trúi ég að sálgæsla og stuðningur presta hafi mjög komið þar við sögu. Guðrún Ebba telur sig augljóslega það vel á veg komna í bataferli sínu og uppgjöri að hún kýs að koma fram fyrir alþjóð í sjónvarpi auk þess að opinbera einkamál sín í ævisögu. Með slíkri framgöngu má segja að málið hafi tekið nýja stefnu. Það er orðið opinbert og því ætti öllum að vera frjálst að fjalla um það á þeim sama vettvangi. Í annan stað segja ellefu-menningarnir að skrif mín „nálgist atvinnuróg“ og í því sambandi nefna þeir sérstaklega til sögunnar sálfræðinginn Ásu Guðmundsdóttur. Um hana segir Guðrún Ebba í bókinni, að ef hennar hefði ekki notið við væri hún ekki stödd þar sem hún er í dag og telur sig einstaklega lánsama að hafa kynnst sálfræðingi eins og Ásu. Jafnframt segist hún ennþá vera í reglulegum viðtölum hjá henni. Í ljósi þessara staðhæfinga bókarinnar má gera sér í hugarlund að sálfræðingurinn Ása Guðmundsdóttir beri hér mikla ábyrgð; bæði þeirri meðferð, sem Guðrún Ebba hefur fengið (og byggir að líkindum á hinni afar umdeildu hugmyndafræði bældu minninganna), sem og þeirri ákvörðun Guðrúnar Ebbu, að opinbera einkalíf sitt með þeim hætti sem hún hefur nú gert. Hér vakna margar spurningar. Væri vissulega upplýsandi ef Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur sæi sér fært að gera grein fyrir því hvað það er varðandi hinar endurheimtu minningar Guðrúnar Ebbu, sem í hennar huga sker úr um áreiðanleika þeirra og sannleiksgildi. Má t.d. nefna, að sérfræðingar telja meiri ástæðu til að efast um áreiðanleika bældra minninga, brjótist þær fram meðan á sálrænni meðferð stendur en þegar þær koma upp á yfirborðið án nokkurra tengsla við slíka meðferð. (http://pps.sagepub.com/content/4/2/126.full) Þá er einnig afar sjaldgæft, ef ekki með öllu óþekkt, að áralöng misnotkun bælist svona gjörsamlega með þeim hætti sem Guðrún Ebba lýsir. Hér er því að ýmsu að hyggja, sem dregur verulega úr trúverðugleika minninga hennar. Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hefur fjallað opinberlega um mál Guðrúnar Ebbu og lagt áherslu á, að það sé ábyrgðarlaust að líta framhjá þeirri hættu, að um falskar minningar geti verið að ræða. Eins hefur hún undirstrikað að sérhvert mál þurfi að skoðast sérstaklega. Málflutningur hennar hefur hins vegar einnig verið á þá leið, að sumir hafa álitið hann vera allt að því staðfestingu á því að Guðrún Ebba hafi orðið fyrir kynferðismisnotkun í æsku. Væri ekki úr vegi að dr. Berglind talaði skýrar um þetta tiltekna mál og hvort hún telji unnt með óyggjandi hætti að skera úr um gildi umræddra minninga og þá hvernig. Nú eru þessar spurningar og vangaveltur ekki settar fram til að vega að einum eða neinum, heldur til þess að þetta mjög svo margsnúna og erfiða mál megi skoðast betur og gera megi gleggri grein fyrir þeim grundvelli sem niðurstöður hvíla á. Þá má ekki heldur gleymast, að „minningarnar“ fela í sér alvarlegar ásakanir, sem varða mannorðsmissi látins einstaklings, sem ekki getur með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér en neitaði ávallt sök á meðan hann lifði. Hvernig við tökum á þessu máli er því prófsteinn á vilja okkar til að umgangast þá grundvallarreglu réttarríkisins, að sérhver maður skuli teljast saklaus uns sekt er sönnuð. Þriðja og síðasta athugasemd ellefu-menninganna lýtur svo að Þjóðkirkjunni og minnkandi trausti í hennar garð. Finnst þeim særandi að þjóðkirkjuprestur skuli draga reynslu Guðrúnar Ebbu í efa í blaðagrein þar sem kirkjan þurfi að endurvinna traust með faglegum vinnubrögðum og nærgætni við þolendur kynferðisofbeldis. Ellefu-menningunum finnst sem sagt að kirkjan eigi gagnrýnislaust að trúa Guðrúnu Ebbu svo að kirkjan megi aftur falla í kramið. Í þessu sambandi er vert að benda á, að traust getur aldrei verið markmið í sjálfu sér, því þá er hættan ávallt sú að lýðskrum verði niðurstaðan, og ekki trúi ég að ellefu-menningar vilji gerast talsmenn þess. Kjarna málsins er samt að finna í ákalli þeirra um nærgætni og fagleg vinnubrögð, og eftir slíkum vinnubrögðum var ég einmitt að kalla í minni grein. Guðrún Ebba leggur mikla áherslu á, að eina leiðin til bata sé að horfast í augu við sannleikann. Og þannig er nafnið á bókinni „Ekki líta undan“ líka tilkomið. Hún vill ekki líta undan né heldur að aðrir geri það. Hún er m.ö.o. að hvetja til hugrekkis og vill fá fólk til að horfast í augu við vandamálin. Í samræmi við þetta vonast hún svo til að bókarskrifin eigi eftir að verða til góðs. Það er engin ástæða til að efast um þau virðingarverðu markmið, sem Guðrún Ebba hefur sett sér með útgáfu bókarinnar. Aftur á móti þarf að horfast í augu við þau vandamál sem felast í frásögn hennar. Minningar hennar eru ekki venjulegar minningar og einmitt þess vegna er ástæða til að fjalla sérstaklega um þá hættu, að hér geti í raun verið um falskar minningar að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ellefu þjóðkirkjuprestar senda mér kveðju sína hér í Fréttablaðinu á laugardaginn. Eru þar á ferðinni kærir kollegar. Finnst þeim miður hvernig ég í greininni „Bældar minningar á brauðfótum?“ fjallaði um Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og bók hennar, „Ekki líta undan.“ Gera þeir þrenns konar athugasemdir við skrif mín og kalla eftir veigamiklum ástæðum og gildum rökum fyrir þeim. Eftir að hafa vitnað í grein mína segja ellefu-menningarnir, að sérhver sem geri upp minningar af kynferðisafbrotum og sifjaspelli upplifi mikla höfnun og sársauka þegar orð þeirra eru sögð marklaus og þau dregin í efa. Nú er í sjálfu sér enginn ágreiningur á milli okkar prestanna um þetta, því vitaskuld þarf að mæta sérhverjum skjólstæðingi þar sem hann er staddur hverju sinni, og það verður ekki gert með því að gera lítið úr frásögnum, upplifun eða reynslu. Þá er sérlega mikilvægt á fyrstu stigum allra mála sem snúa að kynferðisofbeldi eða misnotkun, að þau komist í réttan farveg og fái faglega umfjöllun, og þá dugar auðvitað ekki að draga neitt í efa. Hins vegar háttar þannig til í því tilfelli sem hér um ræðir, að viðkomandi hefur þegið sálfræðimeðferð í a.m.k. átta ár og einnig trúi ég að sálgæsla og stuðningur presta hafi mjög komið þar við sögu. Guðrún Ebba telur sig augljóslega það vel á veg komna í bataferli sínu og uppgjöri að hún kýs að koma fram fyrir alþjóð í sjónvarpi auk þess að opinbera einkamál sín í ævisögu. Með slíkri framgöngu má segja að málið hafi tekið nýja stefnu. Það er orðið opinbert og því ætti öllum að vera frjálst að fjalla um það á þeim sama vettvangi. Í annan stað segja ellefu-menningarnir að skrif mín „nálgist atvinnuróg“ og í því sambandi nefna þeir sérstaklega til sögunnar sálfræðinginn Ásu Guðmundsdóttur. Um hana segir Guðrún Ebba í bókinni, að ef hennar hefði ekki notið við væri hún ekki stödd þar sem hún er í dag og telur sig einstaklega lánsama að hafa kynnst sálfræðingi eins og Ásu. Jafnframt segist hún ennþá vera í reglulegum viðtölum hjá henni. Í ljósi þessara staðhæfinga bókarinnar má gera sér í hugarlund að sálfræðingurinn Ása Guðmundsdóttir beri hér mikla ábyrgð; bæði þeirri meðferð, sem Guðrún Ebba hefur fengið (og byggir að líkindum á hinni afar umdeildu hugmyndafræði bældu minninganna), sem og þeirri ákvörðun Guðrúnar Ebbu, að opinbera einkalíf sitt með þeim hætti sem hún hefur nú gert. Hér vakna margar spurningar. Væri vissulega upplýsandi ef Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur sæi sér fært að gera grein fyrir því hvað það er varðandi hinar endurheimtu minningar Guðrúnar Ebbu, sem í hennar huga sker úr um áreiðanleika þeirra og sannleiksgildi. Má t.d. nefna, að sérfræðingar telja meiri ástæðu til að efast um áreiðanleika bældra minninga, brjótist þær fram meðan á sálrænni meðferð stendur en þegar þær koma upp á yfirborðið án nokkurra tengsla við slíka meðferð. (http://pps.sagepub.com/content/4/2/126.full) Þá er einnig afar sjaldgæft, ef ekki með öllu óþekkt, að áralöng misnotkun bælist svona gjörsamlega með þeim hætti sem Guðrún Ebba lýsir. Hér er því að ýmsu að hyggja, sem dregur verulega úr trúverðugleika minninga hennar. Dr. Berglind Guðmundsdóttir sálfræðingur hefur fjallað opinberlega um mál Guðrúnar Ebbu og lagt áherslu á, að það sé ábyrgðarlaust að líta framhjá þeirri hættu, að um falskar minningar geti verið að ræða. Eins hefur hún undirstrikað að sérhvert mál þurfi að skoðast sérstaklega. Málflutningur hennar hefur hins vegar einnig verið á þá leið, að sumir hafa álitið hann vera allt að því staðfestingu á því að Guðrún Ebba hafi orðið fyrir kynferðismisnotkun í æsku. Væri ekki úr vegi að dr. Berglind talaði skýrar um þetta tiltekna mál og hvort hún telji unnt með óyggjandi hætti að skera úr um gildi umræddra minninga og þá hvernig. Nú eru þessar spurningar og vangaveltur ekki settar fram til að vega að einum eða neinum, heldur til þess að þetta mjög svo margsnúna og erfiða mál megi skoðast betur og gera megi gleggri grein fyrir þeim grundvelli sem niðurstöður hvíla á. Þá má ekki heldur gleymast, að „minningarnar“ fela í sér alvarlegar ásakanir, sem varða mannorðsmissi látins einstaklings, sem ekki getur með nokkru móti borið hönd fyrir höfuð sér en neitaði ávallt sök á meðan hann lifði. Hvernig við tökum á þessu máli er því prófsteinn á vilja okkar til að umgangast þá grundvallarreglu réttarríkisins, að sérhver maður skuli teljast saklaus uns sekt er sönnuð. Þriðja og síðasta athugasemd ellefu-menninganna lýtur svo að Þjóðkirkjunni og minnkandi trausti í hennar garð. Finnst þeim særandi að þjóðkirkjuprestur skuli draga reynslu Guðrúnar Ebbu í efa í blaðagrein þar sem kirkjan þurfi að endurvinna traust með faglegum vinnubrögðum og nærgætni við þolendur kynferðisofbeldis. Ellefu-menningunum finnst sem sagt að kirkjan eigi gagnrýnislaust að trúa Guðrúnu Ebbu svo að kirkjan megi aftur falla í kramið. Í þessu sambandi er vert að benda á, að traust getur aldrei verið markmið í sjálfu sér, því þá er hættan ávallt sú að lýðskrum verði niðurstaðan, og ekki trúi ég að ellefu-menningar vilji gerast talsmenn þess. Kjarna málsins er samt að finna í ákalli þeirra um nærgætni og fagleg vinnubrögð, og eftir slíkum vinnubrögðum var ég einmitt að kalla í minni grein. Guðrún Ebba leggur mikla áherslu á, að eina leiðin til bata sé að horfast í augu við sannleikann. Og þannig er nafnið á bókinni „Ekki líta undan“ líka tilkomið. Hún vill ekki líta undan né heldur að aðrir geri það. Hún er m.ö.o. að hvetja til hugrekkis og vill fá fólk til að horfast í augu við vandamálin. Í samræmi við þetta vonast hún svo til að bókarskrifin eigi eftir að verða til góðs. Það er engin ástæða til að efast um þau virðingarverðu markmið, sem Guðrún Ebba hefur sett sér með útgáfu bókarinnar. Aftur á móti þarf að horfast í augu við þau vandamál sem felast í frásögn hennar. Minningar hennar eru ekki venjulegar minningar og einmitt þess vegna er ástæða til að fjalla sérstaklega um þá hættu, að hér geti í raun verið um falskar minningar að ræða.
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun