Muhudiin Mohamed Geele, sem réðist inn á heimili skopmyndateiknarans Kurts Westergaard á nýársdag í fyrra, vopnaður öxi, var í gær dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir landsrétti.
Geele, sem er af sómalískum uppruna, réðist inn til Westergaards í reiði sinni út af hinum umdeildu Múhameðsteikningum þess síðarnefnda. Westergaard náði að fela sig inni á baðherbergi þegar Geele réðist inn í húsið og eftir snörp átök við lögreglu var árásarmaðurinn handtekinn. - þj

