Sport

Chicharito skoraði fyrir Mexíkó sem mætir Bandaríkjunum í úrslitum

Chicharito fagnar hér marki með félögum sínum í gær.
Chicharito fagnar hér marki með félögum sínum í gær. AFP
Bandaríkin og Mexíkó mætast í úrslitum í Gullbikarnum í fótbolta en í þessari keppni eigast við landslið frá norður- og mið-Ameríku auk liða frá Karabíuhafi. Bandaríkin lögðu Panama í undanúrslitum þar sem að Clint Dempsey leikmaður Fulham skoraði sigurmarkið. Þetta er í fjórða sinn í röð sem Bandaríkin leika til úrslita í þessari keppni.

Panama vann Bandaríkin í riðlakeppninni og náðu Bandaríkjamenn því fram hefndum. Landon Donovan lagði upp markið sem Dempsey skoraði.

Javier Hernández, eða Chicharito, leikmaður Englandsmeistaraliðs Manchester United, skoraði síðara mark Mexíkó sem sigraði Honduras 2-0 í framlengdum leik. Það var markalaust eftir venjulegan leiktíma en Pablo Barrera og Giovani Dos Santos fengu frábær færi fyrir lið Mexíkó í venjulegum leiktíma. Aldo De Nigris skoraði fyrra markið.

Mexíkó undirbýr fyrir Copa America sem hefst þann 1. júlí en sú keppni verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×