Eftirlit með mengun talið vera óskilvirkt 24. janúar 2011 11:00 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð efast um að stóriðjufyrirtækjum sé sjálfum treystandi fyrir mengunarmælingum. fréttablaðið/gva Er stóriðjufyrirtækjum treystandi til að gera eigin mengunarmælingar? Félagið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skorar á Umhverfisstofnun að endurskoða starfsleyfi stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. „Þetta er með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunarmælinga frá stóriðjufyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila," segir í yfirlýsingu. Félagið telur að mælingarnar séu ekki trúverðugar „ef hinn mengandi aðili" sér sjálfur um þær. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Umís ehf. Environice, telur ekki auðvelt að breyta fyrirkomulaginu. Hins vegar þyrfti að gera meiri kröfur um framkvæmdina og bæta eftirlitið, þar með talið skoðun á niðurstöðum mælinga og viðbrögð ef um frávik er að ræða. „Opinberar eftirlitsstofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt, meðal annars með stikkprufum - og að síðustu miklu harðari í horn að taka ef skilyrðum er ekki fullnægt." Stefán segir að mengunarmælingar séu í eðli sínu svipaðar bókhaldi fyrirtækja. „Fyrirtækjunum er skylt, samkvæmt lögum, reglugerðum eða ákvæðum í starfsleyfum, að halda bókhald um ákveðna þætti og skila því til eftirlitsaðila, hvort sem hann heitir Heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofnun eða Ríkisskattstjóri. Mikið af þessum bókhaldsgögnum verður til með þeim hætti, að eðlilegast og einfaldast er að haldið sé utan um þau innan fyrirtækisins. Öðrum þáttum er auðveldara að úthýsa, til dæmis mælingum á flúor í gróðri eða beinum dýra," segir Stefán. Í tilviki iðjuveranna á Grundartanga, og þá Norðuráls þegar rætt er um flúor, sér utanaðkomandi aðili um mengunarmælingar. Sá er þó ekki alveg óháður iðjuverinu því fyrirtækið greiðir fyrir mælingarnar eins og hverja aðra verktakavinnu. Hins vegar fer greining sýna gjarnan fram hjá óháðri opinberri stofnun hérlendis eða erlendis, á kostnað iðjuversins. „Ég hygg að aðalrökin fyrir því fyrirkomulagi sem viðhaft er varðandi mengunarmælingar frá mengandi starfsemi, þar með talið frá iðjuverum á Grundartanga, séu þau að með þessu sé ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun tryggð, og tengd með besta mögulega hætti. Ég treysti þessum fyrirtækjum til að sjá um þessi mál, að því tilskildu að regluverkið og eftirlitsaðilar veiti það aðhald sem þeim ber að veita." svavar@frettabladid.is Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Er stóriðjufyrirtækjum treystandi til að gera eigin mengunarmælingar? Félagið Umhverfisvaktin við Hvalfjörð skorar á Umhverfisstofnun að endurskoða starfsleyfi stóriðjufyrirtækjanna á Grundartanga. „Þetta er með það fyrir augum að færa ábyrgð á framkvæmd mengunarmælinga frá stóriðjufyrirtækjunum til óháðra opinberra aðila," segir í yfirlýsingu. Félagið telur að mælingarnar séu ekki trúverðugar „ef hinn mengandi aðili" sér sjálfur um þær. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Umís ehf. Environice, telur ekki auðvelt að breyta fyrirkomulaginu. Hins vegar þyrfti að gera meiri kröfur um framkvæmdina og bæta eftirlitið, þar með talið skoðun á niðurstöðum mælinga og viðbrögð ef um frávik er að ræða. „Opinberar eftirlitsstofnanir eiga að mínu mati að vera mun ákveðnari en þær eru varðandi kröfur um framkvæmd mælinga, duglegri við að koma í óundirbúið eftirlit til að geta staðið menn að verki ef rangt er mælt, meðal annars með stikkprufum - og að síðustu miklu harðari í horn að taka ef skilyrðum er ekki fullnægt." Stefán segir að mengunarmælingar séu í eðli sínu svipaðar bókhaldi fyrirtækja. „Fyrirtækjunum er skylt, samkvæmt lögum, reglugerðum eða ákvæðum í starfsleyfum, að halda bókhald um ákveðna þætti og skila því til eftirlitsaðila, hvort sem hann heitir Heilbrigðiseftirlit, Umhverfisstofnun eða Ríkisskattstjóri. Mikið af þessum bókhaldsgögnum verður til með þeim hætti, að eðlilegast og einfaldast er að haldið sé utan um þau innan fyrirtækisins. Öðrum þáttum er auðveldara að úthýsa, til dæmis mælingum á flúor í gróðri eða beinum dýra," segir Stefán. Í tilviki iðjuveranna á Grundartanga, og þá Norðuráls þegar rætt er um flúor, sér utanaðkomandi aðili um mengunarmælingar. Sá er þó ekki alveg óháður iðjuverinu því fyrirtækið greiðir fyrir mælingarnar eins og hverja aðra verktakavinnu. Hins vegar fer greining sýna gjarnan fram hjá óháðri opinberri stofnun hérlendis eða erlendis, á kostnað iðjuversins. „Ég hygg að aðalrökin fyrir því fyrirkomulagi sem viðhaft er varðandi mengunarmælingar frá mengandi starfsemi, þar með talið frá iðjuverum á Grundartanga, séu þau að með þessu sé ábyrgð á framkvæmd og fjármögnun tryggð, og tengd með besta mögulega hætti. Ég treysti þessum fyrirtækjum til að sjá um þessi mál, að því tilskildu að regluverkið og eftirlitsaðilar veiti það aðhald sem þeim ber að veita." svavar@frettabladid.is
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira