Hugtök án orða? Gauti Kristmannsson skrifar 24. september 2011 06:00 Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagnfræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðarbókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn-Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvísandi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skilgreina hugtakið heldur bókmenntafræðingarnir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sammannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáldskapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heimsbókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fyrsta september sl. birtist lítil grein í Fréttablaðinu þar sem ég benti Hannesi Péturssyni á að sagnfræðingurinn þýski, August Ludwig Schlözer, hafi fyrstur komið hugtakinu „heimsbókmenntir“ (þ. Weltliteratur) á prent í bókinni Isländische Litteratur und Geschichte sem kom út á því herrans ári 1773. Hannes heldur því fram í grein sinni „Orð og hugtak“ í Fréttablaðinu 13. sept. sl. að orð hans, „Goethe, nafnkenndasti sonur Frankfurtborgar, bjó til hugtakið heimsbókmenntir“, í grein frá 20. ágúst, merki ekki að hann hafi sagt að „Goethe hefði fyrstur þýzkra manna gripið til sjálfs orðsins „Weltliteratur““. Kann það rétt að vera, en um leið heldur hann því fram að í „þýzku bókarklausunni frá 1773 kemur ekki nógu glöggt í ljós hvað átt er við með „Weltliteratur“.“ Af þessu má skilja að Schlözer hafi aðeins skrifað orð en Goethe búið til hugtak. Ég velti því fyrir mér hvort hann fullyrði þetta án þess að hafa lesið bókina eftir Schlözer sem er upp á 200 síður og furðu vel upplýst fyrir sinn tíma, enda var höfundurinn einn kunnasti sagnfræðingur Þýskalands á 18. öld. Það er heldur ekki rétt að Goethe „skilgreini“ hugtakið í spjalli sínu við Eckermann eins og Hannes heldur fram, hann nefnir það eingöngu í tengslum við þjóðarbókmenntir og vísar síðan á bókmenntir Forn-Grikkja. Hann notaði þetta hugtak hins vegar nokkrum sinnum, fyrst í tímaritinu Über Kunst und Altertum í janúar 1827 og síðar hér og þar í greinum og bréfum sem margoft hefur verið safnað saman. Þetta eru þó stundum svo misvísandi staðhæfingar að fullyrða má að ekki sé unnt að leiða neina eina skilgreiningu af þeim. Enda var það ekki Goethe sem oftast reyndi að skilgreina hugtakið heldur bókmenntafræðingarnir sem á eftir komu og eru þeir ennþá að eins og sjá má af nýlegum bókum eftir höfunda eins og David Damrosch og Dieter Lamping svo nefndir séu tveir. Notkun Goethes á þessu hugtaki á áreiðanlega rætur að rekja til skrifa Schlözers og ekki síður Johanns Gottfrieds Herders sem Goethe leit mjög upp til á yngri árum. Herder fylgdist vel með Schlözer og sá hann greinilega sem keppinaut, skrifaði um hann rætna ritdóma en vingaðist við hann síðar, enda voru þeir mjög áþekkt þenkjandi og frumkvöðlar í sagnfræði. Herder gaf t.d. út lítið kver 1772 sem heitir Von deutscher Art und Kunst og fékk Goethe til að skrifa grein í það. Fremstar eru þó tvær greinar eftir Herder, önnur um Ossían og Eddukvæði og hin um Shakespeare þar sem Herder fjallar um hvernig skapa megi heim í bókmenntum með því að líta til hins sammannlega og um leið sérstaka. Þetta er þversögn sem Goethe lýsti í sjálfsævisögu sinni Skáldskapur og sannindi (þ. Dichtung und Wahrheit) sem svo að Herder hafi kennt honum á þessum árum að skáldlistin væri „heims- og þjóðagáfa, ekki einkaarfur nokkurra fínna og menntaðra karla“ (þ. eine Welt- und Völkergabe […], nicht ein Privaterbteil einiger feinen gebildeten Männer). Þetta er kannski besta skilgreiningin á heimsbókmenntum, en víst er að orðið kom fram löngu áður en Goethe tók sér það í munn. Um leið hófst skilgreining hugtaksins og það er enn í mótun.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar