Innlent

Tveimur skemmtistöðum lokað í nótt

Miðborg Reykjavíkur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Miðborg Reykjavíkur. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Lögreglan sinnti eftirliti á skemmtistöðum í Reykjavík í nótt en í sex tilfellum voru staðir brotlegir. Þar af var tveimur þessum skemmtistaða lokað en þar var fjöldi gesta langt yfir leyfilegum mörkum. Einnig fundust ungmenni sem voru yngri en sextán ára á skemmtistöðunum.

Þá voru fimm ökumenn voru handteknir vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum áfengis þar af voru tveir af þeim undir áhrifum fíkniefna einnig. Þeir voru allir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. Rólegt var hjá lögreglunni í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×