Verður að auka verðmætasköpun í landinu 28. júlí 2011 08:15 Bjarni Benediktsson sigmundur davíð gunnlaugsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna í ríkisfjármálum slæma. Það sé grafalvarlegt að áætlanir um rekstur ríkisins á síðasta ári skuli ekki hafa náð fram að ganga, jafnvel þó þar spili innspýtingarútgjöld inn í. „Staðreynd málsins er sú að um og yfir 100 milljarða halli er gríðarlegur. Þetta eru um 25 prósent af öllum tekjum ríkisins,“ segir Bjarni. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ætíð hafa talað fyrir þeirri stefnu að auka þyrfti tekjur ríkis-sjóðs til að loka fjárlagagatinu og standa undir velferðarkerfinu. Til þess þurfi að auka framleiðslu og verðmætasköpun. „Það er í því verkefni sem ríkistjórnin er að bregðast. Hún þarf að skapa fleiri atvinnutækifæri og grípa þau sem gefast.“ Bjarni segir að rætt hafi verið aftur og aftur um sömu framkvæmdirnar sem virðist aldrei komast á koppinn. „Síðan hefur ríkisstjórnin með áherslum sínum í skattamálum dregið kjark úr fjárfestum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að breyta verði lögum og reglum til að hvetja til fjárfestinga. Þá eigi að einfalda skattkerfið og halda því stöðugu þannig að menn viti að hverju þeir gangi. „Skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar að stór hluti tekna fer í að standa undir þeim. Svigrúmið er því lítið. Svo bætist við að þetta eykur verðbólguna og verðtryggingin hækkar skuldirnar enn frekar.“ Hann segir hallann áhyggjuefni sem sýni að skattahækkunarstefna stjórnarinnar hafi ekki dugað. Landsframleiðsla hafi verið í sögulegu lágmarki í fyrra, 13%, en hún þurfi að vera um 20 prósent bara til að halda í horfinu. - kóp Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
sigmundur davíð gunnlaugsson Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stöðuna í ríkisfjármálum slæma. Það sé grafalvarlegt að áætlanir um rekstur ríkisins á síðasta ári skuli ekki hafa náð fram að ganga, jafnvel þó þar spili innspýtingarútgjöld inn í. „Staðreynd málsins er sú að um og yfir 100 milljarða halli er gríðarlegur. Þetta eru um 25 prósent af öllum tekjum ríkisins,“ segir Bjarni. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn ætíð hafa talað fyrir þeirri stefnu að auka þyrfti tekjur ríkis-sjóðs til að loka fjárlagagatinu og standa undir velferðarkerfinu. Til þess þurfi að auka framleiðslu og verðmætasköpun. „Það er í því verkefni sem ríkistjórnin er að bregðast. Hún þarf að skapa fleiri atvinnutækifæri og grípa þau sem gefast.“ Bjarni segir að rætt hafi verið aftur og aftur um sömu framkvæmdirnar sem virðist aldrei komast á koppinn. „Síðan hefur ríkisstjórnin með áherslum sínum í skattamálum dregið kjark úr fjárfestum.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að breyta verði lögum og reglum til að hvetja til fjárfestinga. Þá eigi að einfalda skattkerfið og halda því stöðugu þannig að menn viti að hverju þeir gangi. „Skuldir heimila og fyrirtækja eru svo miklar að stór hluti tekna fer í að standa undir þeim. Svigrúmið er því lítið. Svo bætist við að þetta eykur verðbólguna og verðtryggingin hækkar skuldirnar enn frekar.“ Hann segir hallann áhyggjuefni sem sýni að skattahækkunarstefna stjórnarinnar hafi ekki dugað. Landsframleiðsla hafi verið í sögulegu lágmarki í fyrra, 13%, en hún þurfi að vera um 20 prósent bara til að halda í horfinu. - kóp
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent