Langtímaleigumarkaður á viðráðanlegu verði Hilmar Ögmundsson skrifar 18. ágúst 2011 06:30 Undanfarna daga hafa húsnæðismál Íslendinga verið nokkuð í umræðunni og þá sérstaklega málefni leigjenda. Af því tilefni vill BSRB ítreka tillögur sem bandalagið hefur áður lagt fram og miða að því að efla almennan markað með langtímaleiguíbúðum. Mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem framboð á leiguhúsnæði er takmarkað, markaðurinn mjög óskipulagður og leiguverð mjög hátt. BSRB fagnar því að Íbúðalánasjóður ætli á næstu 12 mánuðum að bjóða 130 íbúðir sem eru í eigu sjóðsins til leigu en bendir jafnframt á að mun víðtækari aðgerða er þörf. Með aðgerðunum ætla Velferðarráðuneyti og Íbúðalánasjóður að leggja sitt af mörkum til að mæta hinni miklu eftirspurn eftir leiguíbúðum og um leið stuðla að lækkuðu leiguverði. Hins vegar þykir ljóst að 130 íbúðir leysa lítinn hluta vandans og munu hafa mjög takmörkuð áhrif á almennt leiguverð. BSRB hefur undanfarið unnið að því að koma tillögum sínum um öflugri leigumarkað á framfæri með það að markmiði að allir landsmenn eigi kost á öruggu húsnæði til lengri tíma á viðráðanlegu verði. Þessar tillögur hafa miðað að því að efla almennan leigumarkað. Samráðshópur Velferðarráðuneytisins um húsnæðisstefnu og vinnuhópur Reykjavíkurborgar um sama málefni hafa báðir lagt til að komið verði á langtímaleigumarkaði í samræmi við tillögur BSRB. Hlutfall heimila í leiguhúsnæði er talsvert lægra hér á landi en víðast hvar í Evrópu og á Norðurlöndum. Margt bendir til þess að þetta sé að taka breytingum og eins og staðan er á fasteignamarkaði í dag hafa fjölmargir ekki kost á öðru en að vera á leigumarkaði. Stærri leigumarkaður og nægt framboð leiguíbúða losar fjölskyldur og einstaklinga undan fjárhagslegri áhættu tengdum skuldsettum fasteignakaupum og eykur um leið hreyfanleika þeirra. Margir sjá því frekari hag í því að leigja húsnæði í stað þess að kaupa. En húsnæðisöryggi leigjenda á Íslandi er lítið þar sem mikill skortur er á leiguíbúðum til varanlegrar útleigu. Þótt Íbúðalánasjóður sé nú að reyna að leggja sitt af mörkum með útleigu á 130 íbúðum í þeirra eigu til viðbótar við þær sem þegar hafa verið leigðar út er það allt of lítið. Raunar er margt sem hamlar frekari aðgerðum Íbúðalánasjóðs, s.s. samkeppnissjónarmið, og þess vegna þarf að koma til heildarendurskoðunar á málaflokknum hjá hinu opinbera og hugsanlegar lagabreytingar í kjölfarið. Ein lausnin á þessu gæti verið stofnun rekstrarfélags, svipað því sem starfrækt er í Danmörku, þar sem ríki og sveitarfélög koma að. Almenna danska leigukerfið, eins og það er kallað, er ætlað fyrir alla en ekki aðeins þá sem ráða ekki við að greiða markaðsleigu. Húsaleiga innan kerfisins má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Það þýðir í raun að enginn hagnaður má fylgja útleigu íbúðanna og markmiðið er fyrst og fremst að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir ólíka tekjuhópa. Einungis er hægt að rifta leigusamningi ef um vanefndir á samningi er að ræða og þannig getur fólk búið alla sína ævi í leiguhúsnæði kjósi það svo. Samhliða þessu fyrirkomulagi er starfrækt úrskurðarnefnd sem leigjendur og leigusalar geta leitað til með sín málefni. Sú nefnd stuðlar að sanngjörnu leiguverði miðað við aðstæður hverju sinni. BSRB tekur einnig undir þau sjónarmið að jafna eigi hlut leigjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis hér á landi þegar kemur að bótum. Þar til gerðar húsnæðisbætur myndu þannig leysa leigu- og vaxtabætur af hólmi og auka jafnræði leigjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis. Meirihluti leigjenda á Íslandi fær skertar eða engar húsaleigubætur og því verður að endurskoða reglur þar að lútandi. Hærri húsaleigubætur og stærri leigumarkaður gera auk þess fólki sem nú þegar er í íbúðum í eigu sveitarfélaga auðveldara að vera á almennum húsnæðismarkaði og hafa þannig fleiri valkosti en þá sem sveitarfélögin bjóða. En með hækkun húsaleigubóta verða ríki og sveitarfélög jafnframt að passa að hækkun bóta skili sér ekki beint í hærra leiguverði. Þetta mætti t.d. framkvæma með fyrrnefndri úrskurðarnefnd sem eins og áður sagði hefur fyrst og fremst það hlutverk að stuðla að sanngjörnu leiguverði. Markmið stjórnvalda hlýtur að vera það að koma húsnæðismálum landsmanna í skikkanlegt horf þannig að allir landsmenn eigi kost á húsnæði á viðráðanlegu verði. Það eru breyttir tímar á Íslandi og við því verður að bregðast. Hluti þess er að leigumarkaði íbúðarhúsnæðis verði sinnt af alúð og leiga á húsnæði gerð að raunhæfum valmöguleika með tilheyrandi húsnæðisöryggi til lengri tíma. Þetta er skref sem verður að taka og tækifærið er nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa húsnæðismál Íslendinga verið nokkuð í umræðunni og þá sérstaklega málefni leigjenda. Af því tilefni vill BSRB ítreka tillögur sem bandalagið hefur áður lagt fram og miða að því að efla almennan markað með langtímaleiguíbúðum. Mikil eftirspurn er eftir leiguhúsnæði og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu þar sem framboð á leiguhúsnæði er takmarkað, markaðurinn mjög óskipulagður og leiguverð mjög hátt. BSRB fagnar því að Íbúðalánasjóður ætli á næstu 12 mánuðum að bjóða 130 íbúðir sem eru í eigu sjóðsins til leigu en bendir jafnframt á að mun víðtækari aðgerða er þörf. Með aðgerðunum ætla Velferðarráðuneyti og Íbúðalánasjóður að leggja sitt af mörkum til að mæta hinni miklu eftirspurn eftir leiguíbúðum og um leið stuðla að lækkuðu leiguverði. Hins vegar þykir ljóst að 130 íbúðir leysa lítinn hluta vandans og munu hafa mjög takmörkuð áhrif á almennt leiguverð. BSRB hefur undanfarið unnið að því að koma tillögum sínum um öflugri leigumarkað á framfæri með það að markmiði að allir landsmenn eigi kost á öruggu húsnæði til lengri tíma á viðráðanlegu verði. Þessar tillögur hafa miðað að því að efla almennan leigumarkað. Samráðshópur Velferðarráðuneytisins um húsnæðisstefnu og vinnuhópur Reykjavíkurborgar um sama málefni hafa báðir lagt til að komið verði á langtímaleigumarkaði í samræmi við tillögur BSRB. Hlutfall heimila í leiguhúsnæði er talsvert lægra hér á landi en víðast hvar í Evrópu og á Norðurlöndum. Margt bendir til þess að þetta sé að taka breytingum og eins og staðan er á fasteignamarkaði í dag hafa fjölmargir ekki kost á öðru en að vera á leigumarkaði. Stærri leigumarkaður og nægt framboð leiguíbúða losar fjölskyldur og einstaklinga undan fjárhagslegri áhættu tengdum skuldsettum fasteignakaupum og eykur um leið hreyfanleika þeirra. Margir sjá því frekari hag í því að leigja húsnæði í stað þess að kaupa. En húsnæðisöryggi leigjenda á Íslandi er lítið þar sem mikill skortur er á leiguíbúðum til varanlegrar útleigu. Þótt Íbúðalánasjóður sé nú að reyna að leggja sitt af mörkum með útleigu á 130 íbúðum í þeirra eigu til viðbótar við þær sem þegar hafa verið leigðar út er það allt of lítið. Raunar er margt sem hamlar frekari aðgerðum Íbúðalánasjóðs, s.s. samkeppnissjónarmið, og þess vegna þarf að koma til heildarendurskoðunar á málaflokknum hjá hinu opinbera og hugsanlegar lagabreytingar í kjölfarið. Ein lausnin á þessu gæti verið stofnun rekstrarfélags, svipað því sem starfrækt er í Danmörku, þar sem ríki og sveitarfélög koma að. Almenna danska leigukerfið, eins og það er kallað, er ætlað fyrir alla en ekki aðeins þá sem ráða ekki við að greiða markaðsleigu. Húsaleiga innan kerfisins má einungis fjármagna afborganir lána og viðhaldskostnað leiguhúsnæðisins. Það þýðir í raun að enginn hagnaður má fylgja útleigu íbúðanna og markmiðið er fyrst og fremst að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir ólíka tekjuhópa. Einungis er hægt að rifta leigusamningi ef um vanefndir á samningi er að ræða og þannig getur fólk búið alla sína ævi í leiguhúsnæði kjósi það svo. Samhliða þessu fyrirkomulagi er starfrækt úrskurðarnefnd sem leigjendur og leigusalar geta leitað til með sín málefni. Sú nefnd stuðlar að sanngjörnu leiguverði miðað við aðstæður hverju sinni. BSRB tekur einnig undir þau sjónarmið að jafna eigi hlut leigjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis hér á landi þegar kemur að bótum. Þar til gerðar húsnæðisbætur myndu þannig leysa leigu- og vaxtabætur af hólmi og auka jafnræði leigjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis. Meirihluti leigjenda á Íslandi fær skertar eða engar húsaleigubætur og því verður að endurskoða reglur þar að lútandi. Hærri húsaleigubætur og stærri leigumarkaður gera auk þess fólki sem nú þegar er í íbúðum í eigu sveitarfélaga auðveldara að vera á almennum húsnæðismarkaði og hafa þannig fleiri valkosti en þá sem sveitarfélögin bjóða. En með hækkun húsaleigubóta verða ríki og sveitarfélög jafnframt að passa að hækkun bóta skili sér ekki beint í hærra leiguverði. Þetta mætti t.d. framkvæma með fyrrnefndri úrskurðarnefnd sem eins og áður sagði hefur fyrst og fremst það hlutverk að stuðla að sanngjörnu leiguverði. Markmið stjórnvalda hlýtur að vera það að koma húsnæðismálum landsmanna í skikkanlegt horf þannig að allir landsmenn eigi kost á húsnæði á viðráðanlegu verði. Það eru breyttir tímar á Íslandi og við því verður að bregðast. Hluti þess er að leigumarkaði íbúðarhúsnæðis verði sinnt af alúð og leiga á húsnæði gerð að raunhæfum valmöguleika með tilheyrandi húsnæðisöryggi til lengri tíma. Þetta er skref sem verður að taka og tækifærið er nú.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun