Stjórnarformaður Orkuveitunnar: Ráðningaferlið gagnsætt og faglegt 7. febrúar 2011 21:07 Haraldur Flosi. „Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er," segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að ráðningu Bjarna verði frestað, en Kjartan gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningaferlið. Hann segir m.a. að stjórnarmenn hafi ekki fengið að taka fullan þátt í ferlinu. Þess í stað hafi tveir einstaklingar utan stjórnarinnar annast að mestu leyti val umsækjenda án þess að hafa til þess umboð stjórnarinnar. Um yfirlýsingar Kjartans segir Haraldur: „Ég er svolítið hissa á þeim." Haraldur bendir á að allt frá því að forstjórastaðan hafi verið auglýst um miðjan desember hafi upplýsingar um ráðningaferlið legið fyrir. Listi yfir umsækjendur og allar umsóknir hafi verið aðgengilegar fyrir stjórnarmenn Orkuveitunnar. Stjórnarmenn hafi þannig verið vel upplýstir um gang mála. Ennfremur segir Haraldur að af þeim 60 sem sóttu um stöðuna hafi tíu verið boðaðir í stöðluð viðtöl. Í framhaldinu hafi 4-5 umsækjendur verið boðaðir í viðamikil rök- og persónuleikapróf. Af því loknu hafi þrír verið metnir hæfastir og að einn þeirra hafi dregið umsókn sína til baka. Haraldur segir að fyrir vikið hafi valið staðið á milli tveggja umsækjenda sem metnir hafi verið jafnhæfir. Haraldur vill sem minnst segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim. Við erum að fara nýja leið með þessa hluti og það er mín bjargfasta trú að þessi leið sé fagleg og gagnleg." Tengdar fréttir Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi. 1. febrúar 2011 17:34 Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. 7. febrúar 2011 11:55 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
„Leitast hefur verið að gera þetta ferli eins gagnsætt og faglegt og mögulegt er," segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur. Stjórn fyrirtækisins ákvað í dag að ráða Bjarna Bjarnason, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, sem næsta forstjóra Orkuveitunnar. Tilkynnt verður formlega um ráðninguna á starfsmannafundi í hádeginu á morgun. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að ráðningu Bjarna verði frestað, en Kjartan gerir alvarlegar athugasemdir við ráðningaferlið. Hann segir m.a. að stjórnarmenn hafi ekki fengið að taka fullan þátt í ferlinu. Þess í stað hafi tveir einstaklingar utan stjórnarinnar annast að mestu leyti val umsækjenda án þess að hafa til þess umboð stjórnarinnar. Um yfirlýsingar Kjartans segir Haraldur: „Ég er svolítið hissa á þeim." Haraldur bendir á að allt frá því að forstjórastaðan hafi verið auglýst um miðjan desember hafi upplýsingar um ráðningaferlið legið fyrir. Listi yfir umsækjendur og allar umsóknir hafi verið aðgengilegar fyrir stjórnarmenn Orkuveitunnar. Stjórnarmenn hafi þannig verið vel upplýstir um gang mála. Ennfremur segir Haraldur að af þeim 60 sem sóttu um stöðuna hafi tíu verið boðaðir í stöðluð viðtöl. Í framhaldinu hafi 4-5 umsækjendur verið boðaðir í viðamikil rök- og persónuleikapróf. Af því loknu hafi þrír verið metnir hæfastir og að einn þeirra hafi dregið umsókn sína til baka. Haraldur segir að fyrir vikið hafi valið staðið á milli tveggja umsækjenda sem metnir hafi verið jafnhæfir. Haraldur vill sem minnst segja um gagnrýni Kjartans Magnússonar. „Breytingar eru oft sársaukafullar og misjafnt hvernig einstaklingar bregðast við þeim. Við erum að fara nýja leið með þessa hluti og það er mín bjargfasta trú að þessi leið sé fagleg og gagnleg."
Tengdar fréttir Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi. 1. febrúar 2011 17:34 Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15 Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. 7. febrúar 2011 11:55 Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44 Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Vill að ráðningarferli vegna forstjóra OR verði rannsakað Kjartan Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, vill að borgarlögmaður eða innri endurskoðandi borgarinnar verði falið að fara yfir ráðningarferli forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur. Kjartan ætlar að leggja fram tillögu þessa efnis á næsta borgarráðsfundi. 1. febrúar 2011 17:34
Framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun boðið forstjórastarf OR Bjarna Bjarnasyni, framkvæmdastjóra hjá Landsvirkjun, hefur verið boðið starf forstjóra Orkuveitunnar. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins en ákvörðun um þetta var tekin stjórnarfundi í dag. Af öllum líkindum verður greint formlega frá ráðningunni á morgun. Sextíu manns sóttu um starfið. 7. febrúar 2011 19:15
Gagnrýnir ráðningarferli forstjóra OR Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur, segir að verulegar brotalamir séu á vinnubrögðum meirihluta stjórnarinnar vegna ráðningar nýs forstjóra fyrirtækisins. Í síðasta mánuði felldi meirihluti stjórnar tillögu Kjartans um að óháð ráðningarstofa tæki ferlið í sínar hendur til að tryggja óháð og vönduð vinnubrögð. 7. febrúar 2011 11:55
Vill fresta ráðningu Bjarna sem forstjóra Orkuveitunnar Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur vill að ráðningu forstjóra fyrirtæksins verði frestað. Hann hefur gert athugasemdir við ráðningaferlið en fyrir borgarráði er nú til meðferðar tillaga um að borgarlögmanni verði falið að skoða ráðningarferlið. 7. febrúar 2011 19:44