Bannað að rífa gafl við gamlan steinbæ 22. janúar 2011 13:00 Hluti gafls aðliggjandi húss var skilinn eftir þegar það var rifið til að styðja við gamla steinbæinn á næstu lóð. Steinhleðslan hefur varðveislugildi segja Húsafriðunarnefnd og Minjasafn Reykjavíkur. Fréttablaðið/stefán Tafir hafa orðið á byggingu fjölbýlishúss á Klapparstíg 17 vegna 112 ára gamals steinbæjar sem átti sameiginlegan gafl með húsi sem rifið var svo nýtt húsið gæti risið. Við framkvæmdir kom í ljós að suðurgafl hússins á Klapparstíg 17 er um leið norðurgafl gamla steinbæjarins á númer 19. Eigandi bæjarins hefur viljað rífa hann og byggja upp á lóðinni en byggingarfulltrúi heimilar það ekki í ljósi umsagna frá Húsafriðunarnefnd og Minjasafns Reykjavíkur, sem vilja að húsið sé varðveitt. Í raun munu aðeins vera tveir upprunalegir veggir af húsinu. Húsið sem fyrir stóð á númer sautján hefur verið rifið, að undanskildum þeim hluta gaflsins sem heldur uppi gamla steinbænum. Jón E. Halldórsson, verktakinn sem byggir nýja húsið, segir að jafnvel þótt gaflinn sameiginlegi hafi verið þynntur eins og hægt sé standi hann enn tíu sentímetra inni á lóð nýja hússins. „Í sjálfu sér hef ég enga skoðun á þessum steinbæ en það hefði verið faglegra að fá að taka vegginn svo hægt væri að byggja alveg við lóðamörk,“ segir Jón, sem kveður það þó ekkert tiltökumál að verða við kröfum Reykjavíkurborgar. Þessi lausn rýri þó verðgildi nýja hússins, sem verði íbúðarhús með kjallara og þremur hæðum. „Auðvitað gerir þetta það að verkum að húsið verður minna og fermetrarnir því færri. Þeir eru dýrir í miðbænum og að þessu leyti er þetta því tjón fyrir þá sem við erum að byggja fyrir,“ segir Jón. Í umsögn byggingarfulltrúa Reykjavíkur um málið segir að núverandi steinhleðsla í norðurgafli steinbæjarins hafi varðveislugildi og eigi að vera óhreyfð. „Ber byggjandi fulla ábyrgð á því að valda ekki skemmdum á byggingu númer 19 með aðgerðum sínum,“ segir byggingarfulltrúinn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er steinbærinn ekki í notkun um þessar mundir fyrir utan að þar er stundum kennsla í gítarleik. gar@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Tafir hafa orðið á byggingu fjölbýlishúss á Klapparstíg 17 vegna 112 ára gamals steinbæjar sem átti sameiginlegan gafl með húsi sem rifið var svo nýtt húsið gæti risið. Við framkvæmdir kom í ljós að suðurgafl hússins á Klapparstíg 17 er um leið norðurgafl gamla steinbæjarins á númer 19. Eigandi bæjarins hefur viljað rífa hann og byggja upp á lóðinni en byggingarfulltrúi heimilar það ekki í ljósi umsagna frá Húsafriðunarnefnd og Minjasafns Reykjavíkur, sem vilja að húsið sé varðveitt. Í raun munu aðeins vera tveir upprunalegir veggir af húsinu. Húsið sem fyrir stóð á númer sautján hefur verið rifið, að undanskildum þeim hluta gaflsins sem heldur uppi gamla steinbænum. Jón E. Halldórsson, verktakinn sem byggir nýja húsið, segir að jafnvel þótt gaflinn sameiginlegi hafi verið þynntur eins og hægt sé standi hann enn tíu sentímetra inni á lóð nýja hússins. „Í sjálfu sér hef ég enga skoðun á þessum steinbæ en það hefði verið faglegra að fá að taka vegginn svo hægt væri að byggja alveg við lóðamörk,“ segir Jón, sem kveður það þó ekkert tiltökumál að verða við kröfum Reykjavíkurborgar. Þessi lausn rýri þó verðgildi nýja hússins, sem verði íbúðarhús með kjallara og þremur hæðum. „Auðvitað gerir þetta það að verkum að húsið verður minna og fermetrarnir því færri. Þeir eru dýrir í miðbænum og að þessu leyti er þetta því tjón fyrir þá sem við erum að byggja fyrir,“ segir Jón. Í umsögn byggingarfulltrúa Reykjavíkur um málið segir að núverandi steinhleðsla í norðurgafli steinbæjarins hafi varðveislugildi og eigi að vera óhreyfð. „Ber byggjandi fulla ábyrgð á því að valda ekki skemmdum á byggingu númer 19 með aðgerðum sínum,“ segir byggingarfulltrúinn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er steinbærinn ekki í notkun um þessar mundir fyrir utan að þar er stundum kennsla í gítarleik. gar@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira