Bannað að rífa gafl við gamlan steinbæ 22. janúar 2011 13:00 Hluti gafls aðliggjandi húss var skilinn eftir þegar það var rifið til að styðja við gamla steinbæinn á næstu lóð. Steinhleðslan hefur varðveislugildi segja Húsafriðunarnefnd og Minjasafn Reykjavíkur. Fréttablaðið/stefán Tafir hafa orðið á byggingu fjölbýlishúss á Klapparstíg 17 vegna 112 ára gamals steinbæjar sem átti sameiginlegan gafl með húsi sem rifið var svo nýtt húsið gæti risið. Við framkvæmdir kom í ljós að suðurgafl hússins á Klapparstíg 17 er um leið norðurgafl gamla steinbæjarins á númer 19. Eigandi bæjarins hefur viljað rífa hann og byggja upp á lóðinni en byggingarfulltrúi heimilar það ekki í ljósi umsagna frá Húsafriðunarnefnd og Minjasafns Reykjavíkur, sem vilja að húsið sé varðveitt. Í raun munu aðeins vera tveir upprunalegir veggir af húsinu. Húsið sem fyrir stóð á númer sautján hefur verið rifið, að undanskildum þeim hluta gaflsins sem heldur uppi gamla steinbænum. Jón E. Halldórsson, verktakinn sem byggir nýja húsið, segir að jafnvel þótt gaflinn sameiginlegi hafi verið þynntur eins og hægt sé standi hann enn tíu sentímetra inni á lóð nýja hússins. „Í sjálfu sér hef ég enga skoðun á þessum steinbæ en það hefði verið faglegra að fá að taka vegginn svo hægt væri að byggja alveg við lóðamörk,“ segir Jón, sem kveður það þó ekkert tiltökumál að verða við kröfum Reykjavíkurborgar. Þessi lausn rýri þó verðgildi nýja hússins, sem verði íbúðarhús með kjallara og þremur hæðum. „Auðvitað gerir þetta það að verkum að húsið verður minna og fermetrarnir því færri. Þeir eru dýrir í miðbænum og að þessu leyti er þetta því tjón fyrir þá sem við erum að byggja fyrir,“ segir Jón. Í umsögn byggingarfulltrúa Reykjavíkur um málið segir að núverandi steinhleðsla í norðurgafli steinbæjarins hafi varðveislugildi og eigi að vera óhreyfð. „Ber byggjandi fulla ábyrgð á því að valda ekki skemmdum á byggingu númer 19 með aðgerðum sínum,“ segir byggingarfulltrúinn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er steinbærinn ekki í notkun um þessar mundir fyrir utan að þar er stundum kennsla í gítarleik. gar@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira
Tafir hafa orðið á byggingu fjölbýlishúss á Klapparstíg 17 vegna 112 ára gamals steinbæjar sem átti sameiginlegan gafl með húsi sem rifið var svo nýtt húsið gæti risið. Við framkvæmdir kom í ljós að suðurgafl hússins á Klapparstíg 17 er um leið norðurgafl gamla steinbæjarins á númer 19. Eigandi bæjarins hefur viljað rífa hann og byggja upp á lóðinni en byggingarfulltrúi heimilar það ekki í ljósi umsagna frá Húsafriðunarnefnd og Minjasafns Reykjavíkur, sem vilja að húsið sé varðveitt. Í raun munu aðeins vera tveir upprunalegir veggir af húsinu. Húsið sem fyrir stóð á númer sautján hefur verið rifið, að undanskildum þeim hluta gaflsins sem heldur uppi gamla steinbænum. Jón E. Halldórsson, verktakinn sem byggir nýja húsið, segir að jafnvel þótt gaflinn sameiginlegi hafi verið þynntur eins og hægt sé standi hann enn tíu sentímetra inni á lóð nýja hússins. „Í sjálfu sér hef ég enga skoðun á þessum steinbæ en það hefði verið faglegra að fá að taka vegginn svo hægt væri að byggja alveg við lóðamörk,“ segir Jón, sem kveður það þó ekkert tiltökumál að verða við kröfum Reykjavíkurborgar. Þessi lausn rýri þó verðgildi nýja hússins, sem verði íbúðarhús með kjallara og þremur hæðum. „Auðvitað gerir þetta það að verkum að húsið verður minna og fermetrarnir því færri. Þeir eru dýrir í miðbænum og að þessu leyti er þetta því tjón fyrir þá sem við erum að byggja fyrir,“ segir Jón. Í umsögn byggingarfulltrúa Reykjavíkur um málið segir að núverandi steinhleðsla í norðurgafli steinbæjarins hafi varðveislugildi og eigi að vera óhreyfð. „Ber byggjandi fulla ábyrgð á því að valda ekki skemmdum á byggingu númer 19 með aðgerðum sínum,“ segir byggingarfulltrúinn. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er steinbærinn ekki í notkun um þessar mundir fyrir utan að þar er stundum kennsla í gítarleik. gar@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjá meira