Íslenski hesturinn í einum vinsælasta Facebookleik heims 7. febrúar 2011 14:00 Tugir milljóna spilara Facebook-leiksins FarmVille geta fengið sér íslenskan hest og ræktað gæðinga. Hulda Gústafsdóttir segir þessa markaðssetningu afar jákvæða. „Þetta er náttúrulega alveg mögnuð markaðssetning,“ segir Hulda Gústafsdóttir, annar eigandi Hestvits, sem sér meðal annars um útflutning á hestum. Íslenski hesturinn skaut upp kollinum í Facebook-leiknum FarmVille í lok janúar. FarmVille er einn vinsælasti tölvuleikur heims, en um sextíu milljónir manna um allan heim spila hann reglulega, sem eru um tíu prósent af notendum Facebook. Í leiknum sér fólk um rekstur bóndabæjar með öllu sem því fylgir, en samskipti við aðra Facebook-notendur eru stór hluti af leiknum. Notendur geta keypt íslenska hestinn fyrir sérstakan FarmVille-gjaldeyri, geymt hann í sýndarhesthúsi og ræktað gæðinga sem þeir geta deilt með öðrum notendum leiksins. Hulda hafði ekki heyrt um landvinninga íslenska hestsins í netheimum þegar Fréttablaðið náði í hana en taldi að þeir myndu skila sér í góðri kynningu. „Ég myndi ætla það,“ segir hún. „Auðvitað skiptir máli í hvernig samhengi hesturinn er í leiknum. Ef hann er sýndur í jákvæðu og góðu ljósi er þetta náttúrulega frábær auglýsing.“ Íslenskur búfénaður nýtur vaxandi vinsælda erlendis, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Íslenski fjárhundurinn var kynntur á einni stærstu hundasýningu heims í Bandaríkjunum í lok síðasta árs og fjölmörg bóndabýli rækta íslenskt sauðfé, hunda og meira að segja hænur. Ýmsum brögðum er beitt til að markaðssetja náttúruauðlindir landsins og skemmst er að minnast þess þegar umboðsmaður íslenska hestsins var skipaður, til að halda utan um hagsmuni hans á erlendri grundu. Hulda segir FarmVille-ævintýri íslenska hestsins vera óbeina markaðssetningu. „Það virkar alltaf vel þegar ekki er augljóst að verið sé að auglýsa. Þá verða hlutirnir þekktir og fólk þekkir þá þegar það sér þá næst,“ segir hún. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta er náttúrulega alveg mögnuð markaðssetning,“ segir Hulda Gústafsdóttir, annar eigandi Hestvits, sem sér meðal annars um útflutning á hestum. Íslenski hesturinn skaut upp kollinum í Facebook-leiknum FarmVille í lok janúar. FarmVille er einn vinsælasti tölvuleikur heims, en um sextíu milljónir manna um allan heim spila hann reglulega, sem eru um tíu prósent af notendum Facebook. Í leiknum sér fólk um rekstur bóndabæjar með öllu sem því fylgir, en samskipti við aðra Facebook-notendur eru stór hluti af leiknum. Notendur geta keypt íslenska hestinn fyrir sérstakan FarmVille-gjaldeyri, geymt hann í sýndarhesthúsi og ræktað gæðinga sem þeir geta deilt með öðrum notendum leiksins. Hulda hafði ekki heyrt um landvinninga íslenska hestsins í netheimum þegar Fréttablaðið náði í hana en taldi að þeir myndu skila sér í góðri kynningu. „Ég myndi ætla það,“ segir hún. „Auðvitað skiptir máli í hvernig samhengi hesturinn er í leiknum. Ef hann er sýndur í jákvæðu og góðu ljósi er þetta náttúrulega frábær auglýsing.“ Íslenskur búfénaður nýtur vaxandi vinsælda erlendis, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Íslenski fjárhundurinn var kynntur á einni stærstu hundasýningu heims í Bandaríkjunum í lok síðasta árs og fjölmörg bóndabýli rækta íslenskt sauðfé, hunda og meira að segja hænur. Ýmsum brögðum er beitt til að markaðssetja náttúruauðlindir landsins og skemmst er að minnast þess þegar umboðsmaður íslenska hestsins var skipaður, til að halda utan um hagsmuni hans á erlendri grundu. Hulda segir FarmVille-ævintýri íslenska hestsins vera óbeina markaðssetningu. „Það virkar alltaf vel þegar ekki er augljóst að verið sé að auglýsa. Þá verða hlutirnir þekktir og fólk þekkir þá þegar það sér þá næst,“ segir hún. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent