Kalt vor og klakabönd á þingi 9. júní 2011 09:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir kallaði eftir því að þingmenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift koma í veg fyrir að hægt væri að taka höndum saman um að breyta forneskjulegum þinghefðum.Fréttablaðið/gva Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sammála um margt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. „Ríkisstjórnin er að festa allt í klakaböndum," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Afleitt væri fyrir þjóðina að þurfa að dragnast með ríkisstjórn afturhalds og hafta, sem drægi fæturna, þrifist á átökum og kenndi öllum öðrum um vandamálin en sjálfri sér. Vissulega hefði um stund þurft að herða ólina en reyndin væri sú að sá tími væri nú liðinn. „Hjarta atvinnulífsins slær, en afar hægt og veikt," sagði Bjarni. Þar fyrir utan væri nú hart sótt að lykilatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, og sú atlaga mundi, ef hún tækist, kosta þjóðarbúið milljarða. Áður en hann sleppti orðinu kallaði Bjarni eftir afsögn ríkisstjórnarinnar. Það sama áttu fleiri leiðtogar stjórnarandstöðunnar eftir að gera. „Vorið hefur að sönnu verið kalt, ekki síst um norðan- og austanvert landið, en það er nú samt með ólíkindum að það hafi farið svona algjörlega fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að það er komið vor," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í ræðu sinni. Steingrímur lýsti því að hér væri allt á uppleið þótt sú leið væri erfið. Hér væri hagvöxtur, húsnæðismarkaður að taka við sér og nýlegir kjarasamningar væru stórtíðindi, þótt „gamlir, geðillir fauskar, fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt" reyndu í sífellu að brjóta ráðamenn niður með því að rífa í sig það sem vel væri gert.„Það er bjart fram undan," sagði Steingrímur að lokum. Þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir var fyrsti ræðumaður Samfylkingarinnar. Hún talaði fyrir siðbót í pólitískri umræðu, sagði hana fyrst og fremst hafa átt sér stað í hnefaleikahringnum til þessa og kallaði eftir því að stjórnmálamenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift blinda sig frammi fyrir því verkefni að endurskoða forneskjulegar þinghefðir. „Við þurfum að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum í öllum atvinnugreinum, ekki bara sumum," sagði Þórunn enn fremur, og áréttaði þá alkunnu skoðun Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu væri þjóðinni bráðnauðsynleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf mál sitt á að gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir að þora ekki að standa fyrir máli sínu í umræðunum, eins og hann orðaði það. Það væri þó kannski ekki skrítið, í ljósi stöðunnar. „Hvers vegna er öllu til fórnandi til að þóknast erlendum embættismönnum og kröfuhöfum?" spurði Sigmundur og svaraði sjálfur: Til að eiga greiða leið inn í Evrópusambandið. Hann sagði Vinstri græn líta á sig sem eins konar verktaka í ríkisstjórninni og fengju að halda ráðuneytum til að geta stundað sínar sérkennilegu hagstjórnar- og samfélagstilraunir. Margrét Tryggvadóttir frá Hreyfingunni sagði afleitlega hafa tekist til við að leysa úr skuldavanda heimilanna og „verulega ógeðfellt" væri að heyra fjármálaráðherra stæra sig af því að hafa endurreist bankakerfið á kostnað skuldsettra heimila. „Steingrímsleiðin er leið kröfuhafanna – leið handrukkaranna," sagði hún og hvatti fólk til að nýta borgaralegan rétt sinn og knýja á um breytingar með öllum mögulegum ráðum. Lilja Mósesdóttir gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði hana hafa kostað þúsundir vinnuna. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Forystumenn stjórnar og stjórnarandstöðu voru ekki sammála um margt í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í gær. Eitt gátu þeir þó komið sér saman um: Að nú um stundir væri kalt á Íslandi. „Ríkisstjórnin er að festa allt í klakaböndum," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Afleitt væri fyrir þjóðina að þurfa að dragnast með ríkisstjórn afturhalds og hafta, sem drægi fæturna, þrifist á átökum og kenndi öllum öðrum um vandamálin en sjálfri sér. Vissulega hefði um stund þurft að herða ólina en reyndin væri sú að sá tími væri nú liðinn. „Hjarta atvinnulífsins slær, en afar hægt og veikt," sagði Bjarni. Þar fyrir utan væri nú hart sótt að lykilatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, og sú atlaga mundi, ef hún tækist, kosta þjóðarbúið milljarða. Áður en hann sleppti orðinu kallaði Bjarni eftir afsögn ríkisstjórnarinnar. Það sama áttu fleiri leiðtogar stjórnarandstöðunnar eftir að gera. „Vorið hefur að sönnu verið kalt, ekki síst um norðan- og austanvert landið, en það er nú samt með ólíkindum að það hafi farið svona algjörlega fram hjá formanni Sjálfstæðisflokksins að það er komið vor," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í ræðu sinni. Steingrímur lýsti því að hér væri allt á uppleið þótt sú leið væri erfið. Hér væri hagvöxtur, húsnæðismarkaður að taka við sér og nýlegir kjarasamningar væru stórtíðindi, þótt „gamlir, geðillir fauskar, fyrrverandi þetta og fyrrverandi hitt" reyndu í sífellu að brjóta ráðamenn niður með því að rífa í sig það sem vel væri gert.„Það er bjart fram undan," sagði Steingrímur að lokum. Þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir var fyrsti ræðumaður Samfylkingarinnar. Hún talaði fyrir siðbót í pólitískri umræðu, sagði hana fyrst og fremst hafa átt sér stað í hnefaleikahringnum til þessa og kallaði eftir því að stjórnmálamenn létu ekki gamlar erjur og jafnvel heift blinda sig frammi fyrir því verkefni að endurskoða forneskjulegar þinghefðir. „Við þurfum að opna landið fyrir erlendum fjárfestingum í öllum atvinnugreinum, ekki bara sumum," sagði Þórunn enn fremur, og áréttaði þá alkunnu skoðun Samfylkingarinnar að aðild að Evrópusambandinu væri þjóðinni bráðnauðsynleg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hóf mál sitt á að gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fyrir að þora ekki að standa fyrir máli sínu í umræðunum, eins og hann orðaði það. Það væri þó kannski ekki skrítið, í ljósi stöðunnar. „Hvers vegna er öllu til fórnandi til að þóknast erlendum embættismönnum og kröfuhöfum?" spurði Sigmundur og svaraði sjálfur: Til að eiga greiða leið inn í Evrópusambandið. Hann sagði Vinstri græn líta á sig sem eins konar verktaka í ríkisstjórninni og fengju að halda ráðuneytum til að geta stundað sínar sérkennilegu hagstjórnar- og samfélagstilraunir. Margrét Tryggvadóttir frá Hreyfingunni sagði afleitlega hafa tekist til við að leysa úr skuldavanda heimilanna og „verulega ógeðfellt" væri að heyra fjármálaráðherra stæra sig af því að hafa endurreist bankakerfið á kostnað skuldsettra heimila. „Steingrímsleiðin er leið kröfuhafanna – leið handrukkaranna," sagði hún og hvatti fólk til að nýta borgaralegan rétt sinn og knýja á um breytingar með öllum mögulegum ráðum. Lilja Mósesdóttir gagnrýndi efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar harðlega og sagði hana hafa kostað þúsundir vinnuna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent