Eru Íslendingar feitastir? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 11:00 Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. Ef mikill vandi felst í því að vera næst efst á þessum lista eins og greina mátti á fréttaflutningi, þá er lausnin einföld. Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum. Fréttin um að við værum önnur feitasta þjóðin var einfaldlega röng. Ef umhyggja fréttamanna fyrir sannleikanum er einlæg má búast við að fréttastofur fjalli jafnmikið um þessa leiðréttu frétt eins og þær fjölluðu um röngu fréttina. Vigtaðu rétt strákurÁhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu. Hugtök sem notuð eru til að lýsa holdafari fólks eru ruglingsleg og stundum torskilin. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) byggir á þyngd að teknu tilliti til hæðar svo: (BMI = kg /m2) Sömu mörk eru notuð fyrir karla og konur. Þegar BMI stuðull er hærri en 30 er talað um offitu (e. obesity). BMI gildi á milli 25 og 30 flokkast sem ofþyngd (sem er ekki offita). Deilt er um hvar þessi mörk eigi að liggja og hvað þau í raun þýða. Meiri sátt er um mörkin fyrir offitu en um mörkin fyrir ofþyngd. Karlmaður (eða kona) sem 190 cm og 91 kg er með BMI-gildið 25,2 og flokkast því í ofþyngd sem og einstaklingur sem er 160 cm og 64 kg. Fáir eru með mynd af slíkum einstaklingum í huga þegar rætt er um offitu þjóða. Ekki er útilokað að aukið hlutfall Íslendinga sem flokkast í ofþyngd geti m.a. verið til komið vegna aukinnar vöðvasöfnunar enda hefur hluti landsmanna æft stíft. BMI-stuðullinn gerir ekki greinarmun á vöðvamassa og fitumassa. Í umræddri skýrslu birtist einnig samanlagt hlutfall fullorðinna Íslendinga sem annað hvort er í ofþyngd eða offitu. Þar er blandað saman tveimur aðgreindum hópum og því miður er það oft gert m.a. í skýrslum og ritum sérfræðinga um þetta efni. Annar hópurinn er að öllum líkindum of feitur, en hinn er það síður. Að mínu mati er gagnsemi flokksins „ofþyngd“ svo takmörkuð að skoða þarf alvarlega hvort hætta eigi að birta upplýsingar um ofþyngd í opinberum skýrslum og fréttum. Með nokkurri lagni hefði fréttamaður hins vegar getað séð að samsetta mælingin er ekki eingöngu að mæla offitu, enda var myndin fyrir offitu á næstu blaðsíðu. Því stundum verður mönnum áLíklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu. Skýrsluhöfundar hefðu átt að gera betur grein fyrir hvað felst í þessum mælingum og samanburði. Það er eðlileg krafa að fréttamenn spyrji gagnrýninna spurninga um hvað sé mælt og hvernig. Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr skaðlegum áhrifum aukinnar offitu á heilsu fólks heldur að benda á mikilvægi þess að byggja á bestu fáanlegu mælingum. Umræða um þyngd má ekki skyggja á umræðu um mikilvægi hollrar fæðu, nægrar hreyfingar og vera með gott þol. Þannig þurfa allir að hreyfa sig nægjanlega mikið, borða hollan mat, og sofa vel, óháð því hvort þau eru í kjörþyngd eða ekki. Hluta af neikvæðum afleiðingum offitu má rekja til vanlíðanar í kjölfar neikvæðra ummæla sem höfð eru um útlit einstaklinga og hópa. Því skal ávallt gæta virðingar og umburðarlyndis þegar rætt er um líkamlegt útlit fólks og þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um í fréttum sjónvarpsstöðvar að Íslendingar væru orðnir næstfeitasta þjóð, ýmist í heimi, á Vesturlöndum eða meðal OECD-ríkja, næst á eftir Bandaríkjamönnum. Nokkuð var fjallað um málið í dægurmálaþáttum á útvarpsstöðvum og ljóst var á máli fjölmiðlafólks að það hafði töluverða áhyggjur af heilsu og velferð samlanda sinna. Ef mikill vandi felst í því að vera næst efst á þessum lista eins og greina mátti á fréttaflutningi, þá er lausnin einföld. Við lesum rétt úr umræddri skýrslu og sjáum að Íslendingar eru alls ekki næst feitust í heimi. Við erum í sjötta sæti á lista allmargra þjóða, á eftir Bandaríkjamönnum, Mexíkómönnum, Nýsjálendingum, Bretum og Austurríkismönnum. Við gætum mögulega verið enn neðar ef mælingar fást frá fleiri löndum. Fréttin um að við værum önnur feitasta þjóðin var einfaldlega röng. Ef umhyggja fréttamanna fyrir sannleikanum er einlæg má búast við að fréttastofur fjalli jafnmikið um þessa leiðréttu frétt eins og þær fjölluðu um röngu fréttina. Vigtaðu rétt strákurÁhugavert er að vita hvernig slík villa kemst í fréttatíma. Líklega er um að ræða sambland af fjórum þáttum. Ruglingur í meðferð hugtaka, skort á gagnrýnum lestri upplýsinga, of hröð vinnubrögð á fréttastofum og of frjálsleg framsetning niðurstaðna í skýrslu. Hugtök sem notuð eru til að lýsa holdafari fólks eru ruglingsleg og stundum torskilin. Líkamsþyngdarstuðull (BMI) byggir á þyngd að teknu tilliti til hæðar svo: (BMI = kg /m2) Sömu mörk eru notuð fyrir karla og konur. Þegar BMI stuðull er hærri en 30 er talað um offitu (e. obesity). BMI gildi á milli 25 og 30 flokkast sem ofþyngd (sem er ekki offita). Deilt er um hvar þessi mörk eigi að liggja og hvað þau í raun þýða. Meiri sátt er um mörkin fyrir offitu en um mörkin fyrir ofþyngd. Karlmaður (eða kona) sem 190 cm og 91 kg er með BMI-gildið 25,2 og flokkast því í ofþyngd sem og einstaklingur sem er 160 cm og 64 kg. Fáir eru með mynd af slíkum einstaklingum í huga þegar rætt er um offitu þjóða. Ekki er útilokað að aukið hlutfall Íslendinga sem flokkast í ofþyngd geti m.a. verið til komið vegna aukinnar vöðvasöfnunar enda hefur hluti landsmanna æft stíft. BMI-stuðullinn gerir ekki greinarmun á vöðvamassa og fitumassa. Í umræddri skýrslu birtist einnig samanlagt hlutfall fullorðinna Íslendinga sem annað hvort er í ofþyngd eða offitu. Þar er blandað saman tveimur aðgreindum hópum og því miður er það oft gert m.a. í skýrslum og ritum sérfræðinga um þetta efni. Annar hópurinn er að öllum líkindum of feitur, en hinn er það síður. Að mínu mati er gagnsemi flokksins „ofþyngd“ svo takmörkuð að skoða þarf alvarlega hvort hætta eigi að birta upplýsingar um ofþyngd í opinberum skýrslum og fréttum. Með nokkurri lagni hefði fréttamaður hins vegar getað séð að samsetta mælingin er ekki eingöngu að mæla offitu, enda var myndin fyrir offitu á næstu blaðsíðu. Því stundum verður mönnum áLíklegt má telja að hefðu fréttamenn gefið sér betri tíma í vinnslu fréttarinnar og kynnt sér helstu hugtök hefði þessi ranga frétt ekki farið í loftið. Hins vegar er rétt að benda á að skýrslan sjálf var ekki nægjanlega vel unnin. Í skýrslunni er nokkrum þjóðum raðað á lista eftir því hversu stór hluti íbúa er samtals annars vegar í ofþyngd og hins vegar í offitu. Á þennan lista vantar nokkrar af þeim þjóðum sem líklegar eru til að ná hátt ef gögn væru aðgengileg. Við erum sem sagt næsthæst á meingölluðum samanburði sem byggir á meingallaðri mælingu. Skýrsluhöfundar hefðu átt að gera betur grein fyrir hvað felst í þessum mælingum og samanburði. Það er eðlileg krafa að fréttamenn spyrji gagnrýninna spurninga um hvað sé mælt og hvernig. Með þessum skrifum er ég ekki að gera lítið úr skaðlegum áhrifum aukinnar offitu á heilsu fólks heldur að benda á mikilvægi þess að byggja á bestu fáanlegu mælingum. Umræða um þyngd má ekki skyggja á umræðu um mikilvægi hollrar fæðu, nægrar hreyfingar og vera með gott þol. Þannig þurfa allir að hreyfa sig nægjanlega mikið, borða hollan mat, og sofa vel, óháð því hvort þau eru í kjörþyngd eða ekki. Hluta af neikvæðum afleiðingum offitu má rekja til vanlíðanar í kjölfar neikvæðra ummæla sem höfð eru um útlit einstaklinga og hópa. Því skal ávallt gæta virðingar og umburðarlyndis þegar rætt er um líkamlegt útlit fólks og þjóða.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar