Sendiherra Bandaríkjanna barðist fyrir að fá risalán til Íslands Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 13:02 Carol Van Voorst taldi það þjóna hagsmunum Bandaríkjanna að lána Íslandi milljarð. Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol Van Voorst, sendi langan póst til Bandaríkjanna þar sem hún rökstuddi í fimm liðum afhverju bandarísk yfirvöld ættu að lána Íslandi milljarðinn, sem þáverandi seðlabankastjóri seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, óskaði eftir. Þetta er meðal skjala sem finna má í gögnum Wikileaks. Fyrir utan þau rök að Ísland er ákaflega vel staðsett varnarlega séð, þá sagði hún Ísland gríðarlega mikilvægt í framtíðinni varðandi kapphlaup um orkulindir og siglingaleiðir þegar norðurskautið bráðnar. Rússar hafa meðal annars sóst fast eftir því að festa eign sinni á svæðið í ljósi þess að þar er finna mikið af gasi og olíu. Þá hafa Kínverjar einnig sýnt svæðinu mikla athygli. Van Voorst óttast að ef Bandaríkjamenn komi Íslendingum ekki til aðstoðar þá muni þeir um leið glata hollustu þeirra sem hún segir bandarísk yfirvöld hafa eytt gríðarlegum fjármunum og tíma í að byggja upp. Þá telur Van Voorst að Ísland verði hornsteinn áætlunar Bandaríkjamanna um að nýta sér endurnýjanlega orkugjafa. Hún segir sérfræðiþekkingu Íslendinga gríðarlega mikilvæga fyrir Bandaríkin. En efnahagshrunið geti stórskaðað þessi áform að hennar mati. Lokarök Van Voorst er einföld; Íslendingar eru stoltir af því að þeir hafa ávallt borgað skuldir sínar til baka. Því sé það frekar í hag Bandaríkjanna að lána Íslandi heldur en ekki. Og það er ljóst af skrifum Van Voorst að henni þykir vænt um land og þjóð. Þannig skrifaði hún að það sé þess virði að veðja á Íslendinga, sem séu hugmyndaríkir, vel menntaðir og siðfágað fólk að hennar mati. Hún skrifar að lokum að ef Bandaríkin veðja á Ísland þá muni það borga sig margfalt til baka þegar kapphlaupið um norðurskautið hefst. Þá muni Íslendingar minnast Bandaríkjamanna með hlýhug. Þess má geta að seðlabanki New York ríkis hafnaði beiðni Davíðs um lán upp á einn milljarð dollara. Skjal Van Voorst má lesa hér í heild. Tengdar fréttir Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson bað um milljarðs dollara lán Samkvæmt þeim skjölum sem Wikileaks hefur nýlega birt bað Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Bandaríkjamenn um að lána Íslandi einn milljarð dollara árið 2008. Sendiráð Bandaríkjanna hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að verða við beiðninni. 15. janúar 2011 10:29 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carol Van Voorst, sendi langan póst til Bandaríkjanna þar sem hún rökstuddi í fimm liðum afhverju bandarísk yfirvöld ættu að lána Íslandi milljarðinn, sem þáverandi seðlabankastjóri seðlabanka Íslands, Davíð Oddsson, óskaði eftir. Þetta er meðal skjala sem finna má í gögnum Wikileaks. Fyrir utan þau rök að Ísland er ákaflega vel staðsett varnarlega séð, þá sagði hún Ísland gríðarlega mikilvægt í framtíðinni varðandi kapphlaup um orkulindir og siglingaleiðir þegar norðurskautið bráðnar. Rússar hafa meðal annars sóst fast eftir því að festa eign sinni á svæðið í ljósi þess að þar er finna mikið af gasi og olíu. Þá hafa Kínverjar einnig sýnt svæðinu mikla athygli. Van Voorst óttast að ef Bandaríkjamenn komi Íslendingum ekki til aðstoðar þá muni þeir um leið glata hollustu þeirra sem hún segir bandarísk yfirvöld hafa eytt gríðarlegum fjármunum og tíma í að byggja upp. Þá telur Van Voorst að Ísland verði hornsteinn áætlunar Bandaríkjamanna um að nýta sér endurnýjanlega orkugjafa. Hún segir sérfræðiþekkingu Íslendinga gríðarlega mikilvæga fyrir Bandaríkin. En efnahagshrunið geti stórskaðað þessi áform að hennar mati. Lokarök Van Voorst er einföld; Íslendingar eru stoltir af því að þeir hafa ávallt borgað skuldir sínar til baka. Því sé það frekar í hag Bandaríkjanna að lána Íslandi heldur en ekki. Og það er ljóst af skrifum Van Voorst að henni þykir vænt um land og þjóð. Þannig skrifaði hún að það sé þess virði að veðja á Íslendinga, sem séu hugmyndaríkir, vel menntaðir og siðfágað fólk að hennar mati. Hún skrifar að lokum að ef Bandaríkin veðja á Ísland þá muni það borga sig margfalt til baka þegar kapphlaupið um norðurskautið hefst. Þá muni Íslendingar minnast Bandaríkjamanna með hlýhug. Þess má geta að seðlabanki New York ríkis hafnaði beiðni Davíðs um lán upp á einn milljarð dollara. Skjal Van Voorst má lesa hér í heild.
Tengdar fréttir Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. 15. janúar 2011 11:08 Davíð Oddsson bað um milljarðs dollara lán Samkvæmt þeim skjölum sem Wikileaks hefur nýlega birt bað Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Bandaríkjamenn um að lána Íslandi einn milljarð dollara árið 2008. Sendiráð Bandaríkjanna hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að verða við beiðninni. 15. janúar 2011 10:29 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Lögreglan lýsir eftir Andra Snæ Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
Kæri Tim: Seðlabankinn óskaði eftir milljarði frá Bandaríkjunum Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sendi Timothy Geithner, seðlabankastjóra seðlabanka New York, bréf 24. október 2008 þar sem hann óskaði eftir því fyrir hönd seðlabankans að fá að láni einn milljarð dollara til þess að mæta þrengingum efnahagshrunsins. 15. janúar 2011 11:08
Davíð Oddsson bað um milljarðs dollara lán Samkvæmt þeim skjölum sem Wikileaks hefur nýlega birt bað Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, Bandaríkjamenn um að lána Íslandi einn milljarð dollara árið 2008. Sendiráð Bandaríkjanna hvatti bandarísk stjórnvöld til þess að verða við beiðninni. 15. janúar 2011 10:29