Forsetinn skaut skvassbolta í ljósmyndara Fréttablaðsins Valur Grettisson skrifar 15. janúar 2011 14:22 Ólafur Ragnar Grímsson sýndi gamla takta. Árangurinn reyndist stórhættulegur fyrir ljósmyndarann. Mynd / Pjetur Sigurðsson „Hann þóttist nú vera liðtækur. Hann sagði okkur að hann hefði spilað fyrir um fjörtíu árum síðan," segir Hafsteinn Daníelsson, eigandi Veggsports, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, sem reyndi fyrir sér í skvassi í hádeginu í dag. Ólafur virtist nokkuð ryðgaður í skvassinu enda byrjaði hann á því að skjóta boltanum beint í ljósmyndara Fréttablaðsins, Pjetur Sigurðsson, sem tók meðfylgjandi mynd. Ástæðan fyrir því að Ólafur rifjaði upp gamla takta er söfnun Veggsports fyrir Umhyggju en hátt í 200 manns hafa spilað Skvass síðan klukkan fjögur í gærdag. Allir sem spila eru með púlsmæla sem halda því til haga hversu margar hitaeiningar spilararnir missa á meðan þeir spila skvass, en íþróttin reynir gríðarlega á hið líkamlega form. „Þegar ég gáði síðast þá vorum við komin í 110 þúsund hitaeiningar," sagði Hafsteinn en fjölmörg fyrirtækin hafa heitið að greiða krónu fyrir hverja hitaeiningu sem hverfur. Takmark Hafsteins er að ná milljón krónum sem rennur þá til langveikra barna í gegnum samtökin Umhyggju, en Ólafur Ragnar er verndari þeirra. Hafsteinn segir átakið í raun tilkomið vegna þess að landsliðið þurfti að æfa sig fyrir Smáþjóðaleikana sem verða haldnir í Liechtenstein í ár. Ólafur Ragnar sagði í hádeginu í dag að hann hefði spilað skvass fyrir um fjörtíu árum í London. Þegar Hafsteinn er spurður hvernig forsetinn hefði staðið sig svaraði hann: „Eigum við ekki bara segja að hann hafi sýnt gamla takta." Pjetur ljósmyndari kveinkaði sér ekki undan óhappinu þegar við hann var rætt. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
„Hann þóttist nú vera liðtækur. Hann sagði okkur að hann hefði spilað fyrir um fjörtíu árum síðan," segir Hafsteinn Daníelsson, eigandi Veggsports, um forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, sem reyndi fyrir sér í skvassi í hádeginu í dag. Ólafur virtist nokkuð ryðgaður í skvassinu enda byrjaði hann á því að skjóta boltanum beint í ljósmyndara Fréttablaðsins, Pjetur Sigurðsson, sem tók meðfylgjandi mynd. Ástæðan fyrir því að Ólafur rifjaði upp gamla takta er söfnun Veggsports fyrir Umhyggju en hátt í 200 manns hafa spilað Skvass síðan klukkan fjögur í gærdag. Allir sem spila eru með púlsmæla sem halda því til haga hversu margar hitaeiningar spilararnir missa á meðan þeir spila skvass, en íþróttin reynir gríðarlega á hið líkamlega form. „Þegar ég gáði síðast þá vorum við komin í 110 þúsund hitaeiningar," sagði Hafsteinn en fjölmörg fyrirtækin hafa heitið að greiða krónu fyrir hverja hitaeiningu sem hverfur. Takmark Hafsteins er að ná milljón krónum sem rennur þá til langveikra barna í gegnum samtökin Umhyggju, en Ólafur Ragnar er verndari þeirra. Hafsteinn segir átakið í raun tilkomið vegna þess að landsliðið þurfti að æfa sig fyrir Smáþjóðaleikana sem verða haldnir í Liechtenstein í ár. Ólafur Ragnar sagði í hádeginu í dag að hann hefði spilað skvass fyrir um fjörtíu árum í London. Þegar Hafsteinn er spurður hvernig forsetinn hefði staðið sig svaraði hann: „Eigum við ekki bara segja að hann hafi sýnt gamla takta." Pjetur ljósmyndari kveinkaði sér ekki undan óhappinu þegar við hann var rætt.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira