Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring 12. febrúar 2011 10:30 Funi á góðum degi. Fyrir liggur að einstaklingar hafa borið fjárhagslegan og tilfinningalegan skaða af mengun. Nú er spurt hver muni bæta þann skaða. Mynd/Pétur tryggvi Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira