Líklegt að reyni á ábyrgð allra - fréttaskýring 12. febrúar 2011 10:30 Funi á góðum degi. Fyrir liggur að einstaklingar hafa borið fjárhagslegan og tilfinningalegan skaða af mengun. Nú er spurt hver muni bæta þann skaða. Mynd/Pétur tryggvi Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fréttaskýring: Hver er ábyrgur og ber að bæta þann skaða sem mengun frá sorpbrennslum hefur valdið? Eiríkur Jónsson, dósent í lögfræði við Háskóla Íslands, telur líklegt að fari menn í skaðabótamál vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslum muni þeir beina kröfum sínum bæði gegn eigendum eða rekstraraðilum þeirra og eftirlitsaðilum. Mælingar Matvælastofnunar hafa staðfest díoxínmengun í kjöti, mjólk og fóðri frá sorpbrennslunni Funa á Ísafirði. Bændur á svæðinu munu þurfa að fella bústofn sinn og Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, sér ekki framtíð í búskap á jörð sinni. Ljóst er að fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fólks er mikið. Aðalheiður Jóhannsdóttir Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands, benti á það í viðtali við Fréttablaðið 8. janúar að ef í ljós kæmi að einstaklingar, sem byggju á þeim svæðum þar sem eldri sorpbrennslur hefðu starfað, hefðu orðið fyrir heilsutjóni eða annars konar tjóni væri ekki óhugsandi að eigendur eða rekstraraðilar yrðu skaðabótaskyldir ef tækist að sýna fram á saknæma háttsemi eða gáleysi fyrirsvarsmanna. Einnig væri hugsanlegt að athafnaleysi opinberra eftirlitsaðila gæti valdið skaðabótaskyldu, til dæmis á þeim grundvelli að ekki hefði verið gripið fyrr inn í atburðarásina þegar vitneskja hefði legið fyrir um magn díoxíns frá eldri sorpbrennslum. Eiríkur segir að löggjöfin um skaðabótaábyrgð vegna umhverfistjóna sé enn sem komið er talsvert frumstæðari hér á landi en hjá ýmsum nágrannaþjóðum, þar sem lögfestar hafa verið reglur sem auðvelda fólki að sækja bætur vegna mengunartjóns. Niðurstaða um bótaábyrgð vegna slíks tjóns ráðist því í grunnatriðum af almennum reglum skaðabótaréttar. Eiríkur Jónsson „Um leið gerir hið sérstaka eðli umhverfistjóns beitingu þessara almennu reglna á ýmsan hátt vandasama. Í skaðabótamáli vegna tjóns í þessa veru myndi eðlilega reyna á mat á hinum hefðbundnu skilyrðum skaðabótaábyrgðar, svo sem á saknæmi og orsakatengslum, en jafnframt kæmu til skoðunar tiltekin sérsjónarmið sem talin hafa verið gilda um ábyrgð vegna opinbers eftirlits,“ segir Eiríkur. Í málum þar sem bóta er krafist fyrir tjón, sem snertir háttsemi fleiri en eins aðila, er ekki óalgengt að aðilar bendi að einhverju leyti hver á annan, auk þess sem niðurstaðan getur orðið sú að fleiri en einn beri ábyrgð á tilteknu tjóni. „Því beina menn gjarnan skaðabótakröfum að öllum þeim sem ábyrgð kunna að bera og nokkuð algengt að fleiri en einn aðili séu til varnar. Nú þekki ég ekki fyllilega málsatvik í þeim málum sem kunna að rísa vegna sorpbrennslanna en samkvæmt þessu má telja eins líklegt að þar reyni á ábyrgð fleiri en eins aðila,“ segir Eiríkur. svavr@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira