Verulegar áhyggjur af ímynd lambakjötsins Hafsteinn Hauksson skrifar 12. febrúar 2011 13:08 Bændur óttast um ímynd lambakjötsins erlendis vegna mengunarumræðunnar. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira