Verulegar áhyggjur af ímynd lambakjötsins Hafsteinn Hauksson skrifar 12. febrúar 2011 13:08 Bændur óttast um ímynd lambakjötsins erlendis vegna mengunarumræðunnar. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir félagsmenn hafa verulegar áhyggjur af ímynd lambakjöts í útlöndum eftir að fjöldi erlendra fjölmiðla greindi frá díoxínmengun í íslensku kjöti. Bændasamtökin birtu í gær yfirlit yfir fjölmiðlaumfjöllun erlendis um að díoxínmengað kjöt úr Skutulsfirði hafi verið sent á erlenda markaði, en alls voru flutt 2,2 tonn til Bretlands og 2,7 tonn til Spánar. Meðal annars hafa fjölmiðlar á Norðurlöndunum, í Frakklandi, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Asíu fjallað um málið. Matvælastofnun hefur brugðist við og sendi í gær fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er nákvæmlega yfir málið og umfang þess. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir auðvitað eðlilegt að Matvælastofnun innkalli kjötið og láti neytendur vita af menguninni, enda eigi neytendur að njóta vafans. Hins vegar sé gremja í bændum, sem flytji um 40% framleiðslu sinnar á erlenda markaði, yfir að svona hafi farið, og stjórnvöld verði að sjá til þess að svona nokkuð endurtaki sig ekki. „Það er náttúrulega fljótt að fara orðsporið, og getur farið á einni nóttu," Segir Sigurgeir. „Þeir sem koma til með að lesa þetta erlendis munu ekkert átta sig á því að þetta séu 0,025% af árlegri innanlandssölu sem var innkallaður. Þeir munu ekki heldur spá í það að tiltölulega fá sýni sem skoðuð voru mældust yfir mörkum. Staðreynd málsins er sú að þetta kom upp, og það er stóralvarlegt mál. Við erum áhyggjufullir." Hann segir að í versta falli geti neytendur hætt að kaupa kjötið vegna fréttanna, þó það verði auðveldara að sannfæra birgja um rök málsins. Það komi í ljós á næstu dögum og vikum hver áhrifin verða. „Við erum að reyna að byggja upp þessa ímynd erlendis, sem íslenska lambakjötið hefur haft innanlands; ímynd hollustu og hreinleika. Það er ljóst að díoxínmengun er ekki alveg í takt við það." Óttist þið hrun á erlendum mörkuðum? „Auðvitað óttast maður það, en tíminn verður að sjálfsögðu að leiða það í ljós hvaða áhrif þetta mun hafa. Það kemur í ljós eftir helgi hvernig menn fara að spyrja spurninga." Sigurgeir segir sauðfjárbændur hyggjast bretta upp ermar og koma þeim skilaboðum áleiðis að þetta endurtaki sig ekki.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira