Biðlistar hjá BUGL Helga Arnardóttir skrifar 18. janúar 2011 18:56 Bráðamálum hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgaði um hundrað milli síðasta árs og 2009. Það eru meðal annars börn sem þjökuð eru af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingum. Biðlistar lengjast og bíða nú 93 börn eftir þjónustu. Í ágúst 2007 ríkti neyðarástand á barna og unglingageðdeild Landspítalans og voru 175 börn á biðlista eftir þjónustu. Brugðist var við því með auknu fjármagni og í lok árs 2008 voru börn á biðlista orðin rúmlega 60. Í lok 2009 voru tæplega 50 börn í bið en nú virðist þróunin hafa snúist við og tæplega hundrað börn eru á biðlista eftir þjónustu. Skýringin er að bráðamálum hefur fjölgað verulega milli ára. „Þetta eru í langflestum tilvikum börn og unglingar sem hafa lýst sjálfsvígshugsunum eða eru með sjálfsvígshegðun. Það geta líka verið önnur börn með geðrofseinkenni þannig að þau missa tengsl við raunveruleikann eða þá að þau eru með ofsafengna hegðun sem þau hafa ekki stjórn á," segir Linda Kristmundsdóttir deildarstjóri hjúkrunar á göngudeild BUGL. Í slíkum tilfellum fá börn strax meðferð á göngudeild eða eru lögð inn. En skýringar á fjölgun bráðamála er vandfundin. „Í fyrsta lagi getur það verið samfélagsástandið hjá okkur, fjárhagserfiðleikar hjá fjölskyldum eða einhvers konar samdráttur fyrir utan BUGL í öðrum þjónustukerfum sem við getum ekki alveg skýringu á," segir Linda. Þetta séu börn á öllum aldri úr ólíkum aðstæðum. Meðalbiðtími eftir þjónustu hjá Bugl er nú tæplega hálft ár. Hvernig er hægt að draga úr biðlistum? „Það er grunnþjónustan sem þarf að efla. Það er heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar skólaskrifstofur og félagsþjónusta," segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir göngudeildar hjá BUGL. Með efldari grunnþjónustu væri hægt að koma í veg fyrir að málum sé vísað á BUGL. „Það hefur verið reynt að viðhalda góðri þjónustu en við erum að tala um að 20 % barna fái einhvern tímann geðræn einkenni og 5% þeirra þurfi sérfræðihjálp. Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að sama þó bætt sé lítillega við þjónustuna þá er það bara ekki nóg. Það þarf að skoða og virkja einhvers konar þjónustunet svo fólk viti hvar það getur leitað þjónustu," segir Guðrún. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Bráðamálum hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans fjölgaði um hundrað milli síðasta árs og 2009. Það eru meðal annars börn sem þjökuð eru af alvarlegu þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingum. Biðlistar lengjast og bíða nú 93 börn eftir þjónustu. Í ágúst 2007 ríkti neyðarástand á barna og unglingageðdeild Landspítalans og voru 175 börn á biðlista eftir þjónustu. Brugðist var við því með auknu fjármagni og í lok árs 2008 voru börn á biðlista orðin rúmlega 60. Í lok 2009 voru tæplega 50 börn í bið en nú virðist þróunin hafa snúist við og tæplega hundrað börn eru á biðlista eftir þjónustu. Skýringin er að bráðamálum hefur fjölgað verulega milli ára. „Þetta eru í langflestum tilvikum börn og unglingar sem hafa lýst sjálfsvígshugsunum eða eru með sjálfsvígshegðun. Það geta líka verið önnur börn með geðrofseinkenni þannig að þau missa tengsl við raunveruleikann eða þá að þau eru með ofsafengna hegðun sem þau hafa ekki stjórn á," segir Linda Kristmundsdóttir deildarstjóri hjúkrunar á göngudeild BUGL. Í slíkum tilfellum fá börn strax meðferð á göngudeild eða eru lögð inn. En skýringar á fjölgun bráðamála er vandfundin. „Í fyrsta lagi getur það verið samfélagsástandið hjá okkur, fjárhagserfiðleikar hjá fjölskyldum eða einhvers konar samdráttur fyrir utan BUGL í öðrum þjónustukerfum sem við getum ekki alveg skýringu á," segir Linda. Þetta séu börn á öllum aldri úr ólíkum aðstæðum. Meðalbiðtími eftir þjónustu hjá Bugl er nú tæplega hálft ár. Hvernig er hægt að draga úr biðlistum? „Það er grunnþjónustan sem þarf að efla. Það er heilsugæslan, skólarnir, þjónustumiðstöðvar skólaskrifstofur og félagsþjónusta," segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir göngudeildar hjá BUGL. Með efldari grunnþjónustu væri hægt að koma í veg fyrir að málum sé vísað á BUGL. „Það hefur verið reynt að viðhalda góðri þjónustu en við erum að tala um að 20 % barna fái einhvern tímann geðræn einkenni og 5% þeirra þurfi sérfræðihjálp. Mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að sama þó bætt sé lítillega við þjónustuna þá er það bara ekki nóg. Það þarf að skoða og virkja einhvers konar þjónustunet svo fólk viti hvar það getur leitað þjónustu," segir Guðrún.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira