Naglar og lungu Hjálmar Sveinsson skrifar 18. janúar 2011 06:00 Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Við trúum því flest að loftið á Íslandi sé hreint og tært. Landið er fámennt og við þurfum hvorki kol né olíu til að hita húsin okkar. Hér eru kjöraðstæður. Þess vegna ætti að vera sjálfsagt að auglýsa Reykjavík sem heilsuborg, eins og gert hefur verið síðustu misserin. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Trúin á hreina loftið stenst ekki nánari skoðun. Mælingar sýna að loftið í Reykjavík er heilsuspillandi 20 daga á ári vegna svifryksmengunar. Rúmar tvær vikur eru liðnar af árinu 2011 og svifryksmengun hefur þegar farið 6 sinnum yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt nýrri reglugerð má það gerast 7 sinnum allt árið. Talið er að um 50% svifryks í Reykjavík stafi af malbiki sem nagladekkin spæna upp. Norskir sérfræðingar segja að nagladekkin framleiði hundrað sinnum meira svifryk en venjuleg dekk. Reykjavíkurborg þarf árlega að endurnýja 10 000 tonn af malbiki vegna þeirra tæpu 40 prósenta ökumanna sem keyra hálft árið á nagladekkjum. Kostnaður er talinn nema 150 til 200 milljónum á ári. Hann leggst jafnt á alla, líka þá fjölmörgu sem keyra aldrei á nöglum og þá sem kjósa bíllausan lífsstíl. Svifrykið fer ofan í lungu á fólki. Foreldrum er ráðlagt að hafa börn sín inni þegar svifryksmengun er mest. Það er talið vont að fá mikið svifryk ofan í óþroskuð lungu. En auðvitað ætti þetta að vera öfugt, eins og Andri Snær Magnason benti á um daginn, það á að halda negldu dekkjunum inni, mengunarvaldinum, en ekki börnunum. Umhverfis- og samgönguráð borgarinnar samþykkti samhljóða um daginn að láta kanna hvort rétt sé að leggja gjöld á þá sem kjósa að keyra um götur borgarinnar á nöglum. Það er skynsamlegt. Enn betra og réttara væri að banna nagladekk á götum borgarinnar. Þau eru óþörf. Góð heilsársdekk nægja.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun