Áskilja sér rétt til að verja eigur sínar ytra 18. janúar 2011 07:00 Jón Ásgeir jóhannesson Slitastjórn Glitnis er aftur komin í hart við svokallaða sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York, þrátt fyrir að dómari hafi vísað málinu frá að uppfylltum skilyrðum. Það eru einmitt þau skilyrði sem nú er tekist á um fyrir dómnum. Þegar dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi um miðjan desember, með þeim orðum að málið ætti heima fyrir íslenskum dómstólum, setti hann tvö skilyrði fyrir frávísuninni: Annars vegar að stefndu gæfu skriflega yfirlýsingu þess efnis að þeir myndu ekki mótmæla lögsögu íslenskra dómstóla yfir sér og mættu sjálfviljugir fyrir dóminn, og hins vegar að þeir myndu ekki grípa til neinna varna ytra ef til þess kæmi að gera ætti eigur þeirra í New York upptækar að gengnum dómi í málinu. Stefndu kváðust fyrir dómi fallast á þessi skilyrði. Undanfarnar vikur hafa lögmenn stefndu og slitastjórnarinnar reynt að koma sér saman um nákvæma, skriflega útfærslu þessara skilyrða. Á miðvikudaginn í síðustu viku varð ljóst að samkomulag um útfærsluna myndi ekki nást. Í yfirlýsingu sem slitastjórnin hefur sent til dómstólsins segir að viðræðurnar hafi strandað á því að lögmenn slitastjórnarinnar hafi viljað mun vægari skilyrði en slitastjórnin telur rétt með hliðsjón af orðum dómarans. Vegna þessa var ákveðið að koma á símafundi með dómaranum á föstudaginn var til að reyna að leiða deiluna til lykta. Áður en af fundinum varð sendu sjömenningarnir hins vegar sína eigin útfærslu af skilyrðunum inn til dómsins - útfærslu sem slitastjórnin hafði alls ekki getað fellt sig við. Í þeirri útfærslu sverja sjömenningarnir að ef sótt verður að eignum þeirra í New York muni þeir ekki nota þrjár tilteknar málsástæður til að verjast aðför; að réttarhöldin á Íslandi hafi verið hlutdræg, að dómstólarnir hafi ekki haft lögsögu yfir þeim eða að Ísland hafi verið rangur vettvangur fyrir réttarhöldin. Slitastjórnin mótmælir þessu harðlega í bréfi sínu til dómsins og telur að með þessu opni sjömenningarnir á þann möguleika að grípa til varna á öllum öðrum forsendum en þessum þremur. Það sé á skjön við það sem fram kom í máli dómarans við frávísunina í desember. Líklegt er að það verði dómarans að taka endanlega ákvörðun um útfærslu skilyrðanna. stigur@frettabladid.islárus weldingHannes SmárasonPálmi Haraldssoningibjörg PálmadóttirJón Sigurðsson,Þorsteinn Jónsson Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Slitastjórn Glitnis er aftur komin í hart við svokallaða sjömenningaklíku Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í New York, þrátt fyrir að dómari hafi vísað málinu frá að uppfylltum skilyrðum. Það eru einmitt þau skilyrði sem nú er tekist á um fyrir dómnum. Þegar dómarinn Charles E. Ramos vísaði málinu frá dómi um miðjan desember, með þeim orðum að málið ætti heima fyrir íslenskum dómstólum, setti hann tvö skilyrði fyrir frávísuninni: Annars vegar að stefndu gæfu skriflega yfirlýsingu þess efnis að þeir myndu ekki mótmæla lögsögu íslenskra dómstóla yfir sér og mættu sjálfviljugir fyrir dóminn, og hins vegar að þeir myndu ekki grípa til neinna varna ytra ef til þess kæmi að gera ætti eigur þeirra í New York upptækar að gengnum dómi í málinu. Stefndu kváðust fyrir dómi fallast á þessi skilyrði. Undanfarnar vikur hafa lögmenn stefndu og slitastjórnarinnar reynt að koma sér saman um nákvæma, skriflega útfærslu þessara skilyrða. Á miðvikudaginn í síðustu viku varð ljóst að samkomulag um útfærsluna myndi ekki nást. Í yfirlýsingu sem slitastjórnin hefur sent til dómstólsins segir að viðræðurnar hafi strandað á því að lögmenn slitastjórnarinnar hafi viljað mun vægari skilyrði en slitastjórnin telur rétt með hliðsjón af orðum dómarans. Vegna þessa var ákveðið að koma á símafundi með dómaranum á föstudaginn var til að reyna að leiða deiluna til lykta. Áður en af fundinum varð sendu sjömenningarnir hins vegar sína eigin útfærslu af skilyrðunum inn til dómsins - útfærslu sem slitastjórnin hafði alls ekki getað fellt sig við. Í þeirri útfærslu sverja sjömenningarnir að ef sótt verður að eignum þeirra í New York muni þeir ekki nota þrjár tilteknar málsástæður til að verjast aðför; að réttarhöldin á Íslandi hafi verið hlutdræg, að dómstólarnir hafi ekki haft lögsögu yfir þeim eða að Ísland hafi verið rangur vettvangur fyrir réttarhöldin. Slitastjórnin mótmælir þessu harðlega í bréfi sínu til dómsins og telur að með þessu opni sjömenningarnir á þann möguleika að grípa til varna á öllum öðrum forsendum en þessum þremur. Það sé á skjön við það sem fram kom í máli dómarans við frávísunina í desember. Líklegt er að það verði dómarans að taka endanlega ákvörðun um útfærslu skilyrðanna. stigur@frettabladid.islárus weldingHannes SmárasonPálmi Haraldssoningibjörg PálmadóttirJón Sigurðsson,Þorsteinn Jónsson
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira