Af virðingu Þórarinn Magnússon skrifar 18. janúar 2011 06:00 Margt er mér minnisstætt úr kennslustundum Gísla heitins Jónssonar, fyrrum íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri. Ekki síst yfirferð hans um Njálssögu. Í þeirri sögu taldi hann að finna mætti stystu mannlýsingu Íslendingasagnanna. Kafli 47 hefst svo: „Otkell hét maður. Hann var Skarfsson Hallkelssonar." Í næstu málsgrein segir ennfremur: „Skammkell hét maður. Hann bjó að Hofi öðru. Hann átti vel fé. Hann var maður illgjarn og lyginn, ódæll og illur viðureignar. Hann var vinur Otkels mikill." Þarflaust að fara fleiri orðum um Otkel þennan. Þetta kom mér í hug þegar ég hljóp á grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag, 10. janúar 2011. Honum finnst augljóslega brýnt, eins og ýmsum fleiri mannvitsbrekkum úr fjölmiðlaflóru höfuðborgarinnar að koma höggi á „afdaladrenginn" Ásmund Einar Daðason, alþingismann. Bersýnilega kannast Guðmundur Andri við stílbragð Njáluhöfundar. Hann telur upp meinta samherja Ásmundar Einars og ekki er fríður flokkurinn, maður minn; Jón Valur Jensson, Páll Vilhjálmsson, Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson!! Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru hins vegar ekki samherjar Ásmundar Einars. (Skyldu þau vera félagar í Heimssýn?) Ég les það á milli línanna að þau séu hins vegar samherjar Guðmundar Andra Thorssonar enda mun geðþekkari hópur en Jón Valur Jensson og co. Mér er spurn. Er þetta það sem fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu kalla svo ákaft eftir og nefna „upplýsta umræðu"? eða „að lyfta umræðunni á hærra plan". Ef við viljum temja okkur „rökræður" af þessu tagi getum við sem best haldið áfram og talið upp nokkra liðsmenn Guðmundar Andra Thorssonar. Við gætum t.d. byrjað á því að nafngreina nokkra „útrásarvíkinga" sem ólmir vildu/vilja inn í Evrópusambandið. Nokkrir fyrrverandi bankastjórar myndu ekki óprýða flokkinn né heldur helstu eigendur og aðstandendur Fréttablaðsins. Og svo framvegis. Nei, ég læt vera að nafngreina fólk og spyrða saman eins og Guðmundur Andri gerir. Það gæti bara orðið kafli 2 í sögunni endalausu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Margt er mér minnisstætt úr kennslustundum Gísla heitins Jónssonar, fyrrum íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri. Ekki síst yfirferð hans um Njálssögu. Í þeirri sögu taldi hann að finna mætti stystu mannlýsingu Íslendingasagnanna. Kafli 47 hefst svo: „Otkell hét maður. Hann var Skarfsson Hallkelssonar." Í næstu málsgrein segir ennfremur: „Skammkell hét maður. Hann bjó að Hofi öðru. Hann átti vel fé. Hann var maður illgjarn og lyginn, ódæll og illur viðureignar. Hann var vinur Otkels mikill." Þarflaust að fara fleiri orðum um Otkel þennan. Þetta kom mér í hug þegar ég hljóp á grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag, 10. janúar 2011. Honum finnst augljóslega brýnt, eins og ýmsum fleiri mannvitsbrekkum úr fjölmiðlaflóru höfuðborgarinnar að koma höggi á „afdaladrenginn" Ásmund Einar Daðason, alþingismann. Bersýnilega kannast Guðmundur Andri við stílbragð Njáluhöfundar. Hann telur upp meinta samherja Ásmundar Einars og ekki er fríður flokkurinn, maður minn; Jón Valur Jensson, Páll Vilhjálmsson, Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson!! Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru hins vegar ekki samherjar Ásmundar Einars. (Skyldu þau vera félagar í Heimssýn?) Ég les það á milli línanna að þau séu hins vegar samherjar Guðmundar Andra Thorssonar enda mun geðþekkari hópur en Jón Valur Jensson og co. Mér er spurn. Er þetta það sem fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu kalla svo ákaft eftir og nefna „upplýsta umræðu"? eða „að lyfta umræðunni á hærra plan". Ef við viljum temja okkur „rökræður" af þessu tagi getum við sem best haldið áfram og talið upp nokkra liðsmenn Guðmundar Andra Thorssonar. Við gætum t.d. byrjað á því að nafngreina nokkra „útrásarvíkinga" sem ólmir vildu/vilja inn í Evrópusambandið. Nokkrir fyrrverandi bankastjórar myndu ekki óprýða flokkinn né heldur helstu eigendur og aðstandendur Fréttablaðsins. Og svo framvegis. Nei, ég læt vera að nafngreina fólk og spyrða saman eins og Guðmundur Andri gerir. Það gæti bara orðið kafli 2 í sögunni endalausu.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar