Af virðingu Þórarinn Magnússon skrifar 18. janúar 2011 06:00 Margt er mér minnisstætt úr kennslustundum Gísla heitins Jónssonar, fyrrum íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri. Ekki síst yfirferð hans um Njálssögu. Í þeirri sögu taldi hann að finna mætti stystu mannlýsingu Íslendingasagnanna. Kafli 47 hefst svo: „Otkell hét maður. Hann var Skarfsson Hallkelssonar." Í næstu málsgrein segir ennfremur: „Skammkell hét maður. Hann bjó að Hofi öðru. Hann átti vel fé. Hann var maður illgjarn og lyginn, ódæll og illur viðureignar. Hann var vinur Otkels mikill." Þarflaust að fara fleiri orðum um Otkel þennan. Þetta kom mér í hug þegar ég hljóp á grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag, 10. janúar 2011. Honum finnst augljóslega brýnt, eins og ýmsum fleiri mannvitsbrekkum úr fjölmiðlaflóru höfuðborgarinnar að koma höggi á „afdaladrenginn" Ásmund Einar Daðason, alþingismann. Bersýnilega kannast Guðmundur Andri við stílbragð Njáluhöfundar. Hann telur upp meinta samherja Ásmundar Einars og ekki er fríður flokkurinn, maður minn; Jón Valur Jensson, Páll Vilhjálmsson, Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson!! Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru hins vegar ekki samherjar Ásmundar Einars. (Skyldu þau vera félagar í Heimssýn?) Ég les það á milli línanna að þau séu hins vegar samherjar Guðmundar Andra Thorssonar enda mun geðþekkari hópur en Jón Valur Jensson og co. Mér er spurn. Er þetta það sem fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu kalla svo ákaft eftir og nefna „upplýsta umræðu"? eða „að lyfta umræðunni á hærra plan". Ef við viljum temja okkur „rökræður" af þessu tagi getum við sem best haldið áfram og talið upp nokkra liðsmenn Guðmundar Andra Thorssonar. Við gætum t.d. byrjað á því að nafngreina nokkra „útrásarvíkinga" sem ólmir vildu/vilja inn í Evrópusambandið. Nokkrir fyrrverandi bankastjórar myndu ekki óprýða flokkinn né heldur helstu eigendur og aðstandendur Fréttablaðsins. Og svo framvegis. Nei, ég læt vera að nafngreina fólk og spyrða saman eins og Guðmundur Andri gerir. Það gæti bara orðið kafli 2 í sögunni endalausu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margt er mér minnisstætt úr kennslustundum Gísla heitins Jónssonar, fyrrum íslenskukennara við Menntaskólann á Akureyri. Ekki síst yfirferð hans um Njálssögu. Í þeirri sögu taldi hann að finna mætti stystu mannlýsingu Íslendingasagnanna. Kafli 47 hefst svo: „Otkell hét maður. Hann var Skarfsson Hallkelssonar." Í næstu málsgrein segir ennfremur: „Skammkell hét maður. Hann bjó að Hofi öðru. Hann átti vel fé. Hann var maður illgjarn og lyginn, ódæll og illur viðureignar. Hann var vinur Otkels mikill." Þarflaust að fara fleiri orðum um Otkel þennan. Þetta kom mér í hug þegar ég hljóp á grein Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag, 10. janúar 2011. Honum finnst augljóslega brýnt, eins og ýmsum fleiri mannvitsbrekkum úr fjölmiðlaflóru höfuðborgarinnar að koma höggi á „afdaladrenginn" Ásmund Einar Daðason, alþingismann. Bersýnilega kannast Guðmundur Andri við stílbragð Njáluhöfundar. Hann telur upp meinta samherja Ásmundar Einars og ekki er fríður flokkurinn, maður minn; Jón Valur Jensson, Páll Vilhjálmsson, Styrmir Gunnarsson og Davíð Oddsson!! Steingrímur J. Sigfússon, Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir eru hins vegar ekki samherjar Ásmundar Einars. (Skyldu þau vera félagar í Heimssýn?) Ég les það á milli línanna að þau séu hins vegar samherjar Guðmundar Andra Thorssonar enda mun geðþekkari hópur en Jón Valur Jensson og co. Mér er spurn. Er þetta það sem fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu kalla svo ákaft eftir og nefna „upplýsta umræðu"? eða „að lyfta umræðunni á hærra plan". Ef við viljum temja okkur „rökræður" af þessu tagi getum við sem best haldið áfram og talið upp nokkra liðsmenn Guðmundar Andra Thorssonar. Við gætum t.d. byrjað á því að nafngreina nokkra „útrásarvíkinga" sem ólmir vildu/vilja inn í Evrópusambandið. Nokkrir fyrrverandi bankastjórar myndu ekki óprýða flokkinn né heldur helstu eigendur og aðstandendur Fréttablaðsins. Og svo framvegis. Nei, ég læt vera að nafngreina fólk og spyrða saman eins og Guðmundur Andri gerir. Það gæti bara orðið kafli 2 í sögunni endalausu.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar