Tíu sinnum fleiri í tónlistarskóla í Vesturbæ en í Breiðholti Ingimar Karl Helgason skrifar 2. febrúar 2011 18:43 Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira
Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Sjá meira