Tíu sinnum fleiri í tónlistarskóla í Vesturbæ en í Breiðholti Ingimar Karl Helgason skrifar 2. febrúar 2011 18:43 Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi. Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Næstum tíu sinnum fleiri börn Vesturbænum ganga í tónlistarskóla, saman borið við börn í Fellunum. Fjárráð foreldra kunna að skýra þetta. Tónlistarfólk- og nemar hafa kvartað undan því að borgin ætli að draga úr framlögum til tónlistarnáms. Mótmælt var við ráðhúsið í gær. Fólkið hefur meðal annars áhyggjur af því að kostnaður nemenda sem lokið hafa skólaskyldu eigi eftir að aukast verulega. Verð fyrir tónlistarnám er eitthvað mismunandi. Veturinn í píanónámi sextán ára unglings getur kostað um 300 þúsund krónur. Það er kennslukostnaður og hann hefur borgin greitt að öllu eða verulegu leyti. Auk kennslugjaldanna greiða nemendur skólagjöld sem geta numið 80-100 þúsund krónum á vetri. Menntasvið Reykjavíkurborgar lét í hittiðfyrra vinna skýrslu um listgreinakennslu í grunnskólum borgarinnar. Þar kemur meðal annars fram að það er mjög mismunandi eftir hverfum borgarinnar, hversu hátt hlutfall barna sækir tónlistarskóla. Áberandi hátt hlutfall barna í Vesturbænum stundar tónlistarnám. Svo sem sjá má á þessum tölum: Vesturbæjarskóli 31% Melaskóli 23% Grandaskóli 21% En hvað skýrir þetta háa hlutfall tónlistarnemenda í vesturbænum? Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, aðstoðarskólastjóri Vesturbæjarskóla, segir að skólinn hafi samið við tónlistarskólann DoReMí, um að kenna nemendum á skólatíma. „Og börnin fara út úr tíma í tónlistarnámið. Skólinn sýnir þessu skilning og áhuga og hvetur til þess að börnin stundi tónlistarnám." En bitnar þetta á öðru námi? „Við teljum ekki að svo sé. Það er frekar að börn sem eru í tómstundum, hvort sem það er tónlistarnám eða annað, sýni betri námsárangur en hitt. Við viljum því hvetja til tónlistarnáms og teljum það af hinu góða.," segir Hanna Guðbjörg. En nú er tónlistarnemenda berandi lágt í Breiðholtinu, svo sem þessi tafla úr skýrslunni sýnir: Breiðholtsskóli 7% Hólabrekkuskóli 7% Fellaskóli 4% Það virðist ekki endilega skipta máli að tónlistarskóli er í túnfætinum hjá þeim tveimur síðast nefndu, Tónlistarskóli Sigursveins, sem er við Hraunberg. Þar eru ekki - eftir því sem fréttastofu er sagt - í gildi sams konar samingar um kennslu innan skólanna, líkt og í Vesturbæjarskóla. Skólastjórnandi í Breiðholtinu sagði við fréttastofu að hluta skýringarinnar mætti finna í því að íbúar á svæðinu væru ef til vill með rýrari laun en víða annars staðar í borginni. Enn fremur er fréttastofu bent á að foreldrar um 75% barna sem stunda nám í tónlistarskóla, eru háskólamenntaðir. Enda þótt launin séu ekki alls staðar há, geti forgangsröðun foreldranna líka verið mismunandi.
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira