Komið að þolmörkum leikskólakennara 2. febrúar 2011 15:25 Mynd úr safni „Allir hafa sín þolmörk og nú er komið að þeim hjá leikskólakennurum," segir Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags leikskólakennara. Hún segir vinnu í starfshópum sáttasemjara ganga hægar en vonir stóðu til og forsendur kjarasamningagerðar því enn óljósar. Beðið er eftir því hvaða stefnu samningamálin á almennum vinnumarkaði taki en þar er allt í hnút, meðal annars vegna deilu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar um framtíð kvótakerfisins. Stjórnir fyrstu svæðadeildar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda á leikskólum stóðu í gærkvöldi fyrir opnum félagsfundi um stöðuna í kjaramálum félaganna og áhrif niðurskurðar til leikskólamála hjá Reykjavíkurborg. Fundargestir voru um 300. „Það var setið á hverjum stól og á hverri gluggakistu," segir Marta. Á fundinn boðuðu stjórnir félaganna fulltrúa borgarstjórnarflokkanna í Menntaráði, en þau Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs og fulltrúi Samfylkingar, Óttar Proppé, fulltrúi Besta flokksins, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrrum formaður Leikskólaráðs þáðu boðið.Um 300 manns mættu á fundinn í gærEnginn fer í verkfall að gamni sínu Marta Dögg hóf fundinn og gerði félagsmönnum grein fyrir stöðunni í kjarasamningavinnunni. Hún segir leikskólakennara upp til hópa vera jákvæða og sveigjanlega fagstétt sem væri tilbúin að leggja töluvert á sig og láta ýmislegt yfir sig ganga til að verja hagsmuni nemenda sinna. Allir hafi hins vegar sín þolmörk og margt benti til að nú væri komið að þeim hjá leikskólakennurum. Félagið myndi á næstu dögum leita ráða hjá lögmanni varðandi mögulegar aðgerðir til að þrýsta á viðsemjendur ef á þyrfti að halda. Hún sagðist hins vegar vona í lengstu lög að til slíkra aðgerða þyrfti ekki að koma. Marta ítrekaði að það færi enginn í verkfall að gamni sínu og síst að öllu við þær aðstæður sem nú ríkja. Verkföll væru neyðarúrræði launamanna sem ekki fengju úrlausn mála sinna með hefðbundnum hætti. Marta sagðist binda vonir við að í sameiningu tækist aðilum að verja leikskólana í kreppunni. Það væru sameiginlegir hagsmunir félagsmanna, sveitarstjórnarmanna og fjölskyldnanna í landinu.Óskar eftir heiðarleika Marta Dögg lauk fundinum með ákalli til ráðamanna í borginni. Hún kallaði eftir því að ráðamenn væru heiðarlegir og segðu hlutina eins og þeir eru. Það væri óvirðing við leikskólakennara og nemendur að halda því fram að sameiningar leikskóla og samrekstur skólastiga væri faglega betri kostur fyrir börnin í borginni. Það væri heiðarlegra að segja bara eins og er að við höfum ekki efni á að reka skólana með óbreyttum hætti. Þá væri líklegra að hægt væri til baka því sem skorið hefur verið niður þegar kreppunni lýkur. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira
„Allir hafa sín þolmörk og nú er komið að þeim hjá leikskólakennurum," segir Marta Dögg Sigurðardóttir, formaður Félags leikskólakennara. Hún segir vinnu í starfshópum sáttasemjara ganga hægar en vonir stóðu til og forsendur kjarasamningagerðar því enn óljósar. Beðið er eftir því hvaða stefnu samningamálin á almennum vinnumarkaði taki en þar er allt í hnút, meðal annars vegna deilu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar um framtíð kvótakerfisins. Stjórnir fyrstu svæðadeildar Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda á leikskólum stóðu í gærkvöldi fyrir opnum félagsfundi um stöðuna í kjaramálum félaganna og áhrif niðurskurðar til leikskólamála hjá Reykjavíkurborg. Fundargestir voru um 300. „Það var setið á hverjum stól og á hverri gluggakistu," segir Marta. Á fundinn boðuðu stjórnir félaganna fulltrúa borgarstjórnarflokkanna í Menntaráði, en þau Oddný Sturludóttir, formaður Menntaráðs og fulltrúi Samfylkingar, Óttar Proppé, fulltrúi Besta flokksins, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fyrrum formaður Leikskólaráðs þáðu boðið.Um 300 manns mættu á fundinn í gærEnginn fer í verkfall að gamni sínu Marta Dögg hóf fundinn og gerði félagsmönnum grein fyrir stöðunni í kjarasamningavinnunni. Hún segir leikskólakennara upp til hópa vera jákvæða og sveigjanlega fagstétt sem væri tilbúin að leggja töluvert á sig og láta ýmislegt yfir sig ganga til að verja hagsmuni nemenda sinna. Allir hafi hins vegar sín þolmörk og margt benti til að nú væri komið að þeim hjá leikskólakennurum. Félagið myndi á næstu dögum leita ráða hjá lögmanni varðandi mögulegar aðgerðir til að þrýsta á viðsemjendur ef á þyrfti að halda. Hún sagðist hins vegar vona í lengstu lög að til slíkra aðgerða þyrfti ekki að koma. Marta ítrekaði að það færi enginn í verkfall að gamni sínu og síst að öllu við þær aðstæður sem nú ríkja. Verkföll væru neyðarúrræði launamanna sem ekki fengju úrlausn mála sinna með hefðbundnum hætti. Marta sagðist binda vonir við að í sameiningu tækist aðilum að verja leikskólana í kreppunni. Það væru sameiginlegir hagsmunir félagsmanna, sveitarstjórnarmanna og fjölskyldnanna í landinu.Óskar eftir heiðarleika Marta Dögg lauk fundinum með ákalli til ráðamanna í borginni. Hún kallaði eftir því að ráðamenn væru heiðarlegir og segðu hlutina eins og þeir eru. Það væri óvirðing við leikskólakennara og nemendur að halda því fram að sameiningar leikskóla og samrekstur skólastiga væri faglega betri kostur fyrir börnin í borginni. Það væri heiðarlegra að segja bara eins og er að við höfum ekki efni á að reka skólana með óbreyttum hætti. Þá væri líklegra að hægt væri til baka því sem skorið hefur verið niður þegar kreppunni lýkur.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Sjá meira