Hafnar samræmdri stefnu í samningum 17. janúar 2011 05:30 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ekki hægt að leggja allar atvinnugreinar að jöfnu því á meðan margir séu vissulega í sárum standi fyrirtæki í útflutningi vel. Fréttablaðið/vilhelm Einstök félög innan Starfsgreinasambands Íslands gætu dregið samningsumboð sitt til baka og farið eigin leiðir í kjarasamningum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er meðal annars samræmd launastefna sem talað hefur verið fyrir sem forsendu stöðugleika á vinnumarkaði. Málið ræðst að öllum líkindum á fundi Starfsgreinasambandsins í dag þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir samræmda launastefnu ekki þjóna hagsmunum sinna félagsmanna. „Ef Starfsgreinasambandið ákveður á fundinum að fara út í samræmda launastefnu þar sem allir íslenskir launþegar verða settir upp í sama sporvagninn og eiga að fá sömu hækkanir, þá mun ég leggja til við saminganefnd félagsins að samningsumboðið verði dregið til baka og við semjum sjálf við Samtök atvinnulífsins um kaup og kjör félagsmanna." Vilhjálmur bætir því við að það sé ekki hægt að leggja allar atvinnugreinar að jöfnu því að á meðan margir séu vissulega í sárum standi fyrirtæki í útflutningi sig vel, meðal annars vegna veikingu krónunnar. „Þess vegna sé ég enga ástæðu fyrir að gefa þessum fyrirtækjum einhvern afslátt í kjarasamningunum. Þau hafa fulla burði til að skila sínum ávinningi til starfsmanna og það er okkar krafa að það verði gert. Við munum fylgja því eftir af fullum þunga." Heimildarmaður Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir að staðan sé þannig að nokkur félög innan sambandsins gætu sagt sig frá viðræðunum, en það velti á útkomu fundarins í dag. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, segist ekki hafa heyrt af þessum hugmyndum einstakra félaga, en sagði málin myndu skýrast á fundinum í dag. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs á Austurlandi segir að engin ólga sé innan Starfsgreinasambandsins út af samræmdri launastefnu. „Ég veit ekki um neitt félag sem hefur hótað að draga samningsumboð sitt til baka út af því." Hann sagði þó að ef til þess kæmi að AFL myndi taka upp viðræður við atvinnurekendur yrði það í mjög nánu samstarfi við Starfsgreinasambandið.thorgils@frettabladid.is Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Einstök félög innan Starfsgreinasambands Íslands gætu dregið samningsumboð sitt til baka og farið eigin leiðir í kjarasamningum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ástæðan er meðal annars samræmd launastefna sem talað hefur verið fyrir sem forsendu stöðugleika á vinnumarkaði. Málið ræðst að öllum líkindum á fundi Starfsgreinasambandsins í dag þar sem tekin verður ákvörðun um næstu skref. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir samræmda launastefnu ekki þjóna hagsmunum sinna félagsmanna. „Ef Starfsgreinasambandið ákveður á fundinum að fara út í samræmda launastefnu þar sem allir íslenskir launþegar verða settir upp í sama sporvagninn og eiga að fá sömu hækkanir, þá mun ég leggja til við saminganefnd félagsins að samningsumboðið verði dregið til baka og við semjum sjálf við Samtök atvinnulífsins um kaup og kjör félagsmanna." Vilhjálmur bætir því við að það sé ekki hægt að leggja allar atvinnugreinar að jöfnu því að á meðan margir séu vissulega í sárum standi fyrirtæki í útflutningi sig vel, meðal annars vegna veikingu krónunnar. „Þess vegna sé ég enga ástæðu fyrir að gefa þessum fyrirtækjum einhvern afslátt í kjarasamningunum. Þau hafa fulla burði til að skila sínum ávinningi til starfsmanna og það er okkar krafa að það verði gert. Við munum fylgja því eftir af fullum þunga." Heimildarmaður Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar, sem vildi ekki láta nafns síns getið, segir að staðan sé þannig að nokkur félög innan sambandsins gætu sagt sig frá viðræðunum, en það velti á útkomu fundarins í dag. Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar Starfsgreinasambandsins, segist ekki hafa heyrt af þessum hugmyndum einstakra félaga, en sagði málin myndu skýrast á fundinum í dag. Sverrir Már Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs á Austurlandi segir að engin ólga sé innan Starfsgreinasambandsins út af samræmdri launastefnu. „Ég veit ekki um neitt félag sem hefur hótað að draga samningsumboð sitt til baka út af því." Hann sagði þó að ef til þess kæmi að AFL myndi taka upp viðræður við atvinnurekendur yrði það í mjög nánu samstarfi við Starfsgreinasambandið.thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira