Flóðin í Brisbane: „Staðan er orðin miklu verri en í gær“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. janúar 2011 09:45 „Staðan er orðin miklu verri en í gær. Það er orðið meira vatnsmagn í ánni og búið að loka miðborginni," segir Jón Björnsson sem búsettur er rétt utan við Brisbane í Ástralíu þar sem tólf manns hafa nú látist í flóðunum. Yfir fimmtíu manns er saknað og á fjórða þúsund hafast við í neyðarskýlum. Eiginkona Jóns starfar í Brisbane en henni hefur verið tilkynnt að mæta ekki til vinnu fyrr en á mánudag. Búist er við að háflóð verði í fyrramálið en að vatnsmagnið fari hægt minnkandi eftir það. „Þeir halda að það verði háflóð í kannski 24 tíma og fari svo lækkandi upp úr miðjum degi á föstudag. Vatnshæðin verður líklega ekki komin niður fyrir þrjá metra fyrr en á sunnudag eða mánudag," segir Jón. Tapa innbúinu í annað sinn Fjölskylda Jóns og vinir hafa sloppið vel en gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst heimili sín undir vatn. „Fólk er auðvitað miður sín að tapa heilu búslóðunum. Þetta er svakalegt áfall," segir Jón. Mikil flóð urðu á þessu sama svæði fyrir tæpum 40 árum og segir Jón að tengdafaðir hans hafi sérstaklega ráðlagt þeim hjónum að kaupa sér ekki húsnæði í nágrenni við fljótið. „Hér er eldra fólk sem missti allt innbúið sitt þá og er að missa allt innbúið sitt aftur," segir hann.Heimili nóbelsverðlaunahafa undir vatn Jón hefur fengið fregnir af því að einn þeirra sem hefur misst hús sitt undir vatn sé nóbelsverðlaunahafinn Ian Frazer sem þróaði bóluefni gegn leghálskrabbameini og var árið 2006 valinn Ástrali ársins. Hann hafði lagt í miklar endurbætur á heimili sínu en er það líklega allt tapað í flóðunum. Talið er að um 900 þúsund ferkílómetrar séu nú undirlagðir vatni, eða ríflega hálft Queensland-fylkið. Jón hefur sérstaklega orð á því hversu vel björgunarsveitarmenn hafi staðið sig í þessum miklu hamförum. Hér meðfylgjandi má sjá nýtt fréttamyndband af svæðinu frá ITN fréttastofunni. Tengdar fréttir Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11. janúar 2011 08:18 Enn magnast flóðin í Queensland Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland. 12. janúar 2011 08:05 Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12. janúar 2011 06:00 „Þetta er eins og í amerískri bíómynd“ Um eitt hundrað þúsund heimili í áströlsku borginni Brisbane gætu farið undir vatn á næsta sólarhringum. Íslendingur sem þar býr segir íbúa byrjaða að hamstra nauðsynjavörur enda flóðin þar þau verstu í meira hundrað ár. 11. janúar 2011 20:26 Íslendingur í Brisbane segir fólk óttaslegið Fólk í Brisbane er orðið óttaslegið vegna flóðanna sem þar eru, segir Jón Björnsson, Íslendingur sem hefur búið þar í 30 ár. 11. janúar 2011 13:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Staðan er orðin miklu verri en í gær. Það er orðið meira vatnsmagn í ánni og búið að loka miðborginni," segir Jón Björnsson sem búsettur er rétt utan við Brisbane í Ástralíu þar sem tólf manns hafa nú látist í flóðunum. Yfir fimmtíu manns er saknað og á fjórða þúsund hafast við í neyðarskýlum. Eiginkona Jóns starfar í Brisbane en henni hefur verið tilkynnt að mæta ekki til vinnu fyrr en á mánudag. Búist er við að háflóð verði í fyrramálið en að vatnsmagnið fari hægt minnkandi eftir það. „Þeir halda að það verði háflóð í kannski 24 tíma og fari svo lækkandi upp úr miðjum degi á föstudag. Vatnshæðin verður líklega ekki komin niður fyrir þrjá metra fyrr en á sunnudag eða mánudag," segir Jón. Tapa innbúinu í annað sinn Fjölskylda Jóns og vinir hafa sloppið vel en gríðarlegur fjöldi fólks hefur misst heimili sín undir vatn. „Fólk er auðvitað miður sín að tapa heilu búslóðunum. Þetta er svakalegt áfall," segir Jón. Mikil flóð urðu á þessu sama svæði fyrir tæpum 40 árum og segir Jón að tengdafaðir hans hafi sérstaklega ráðlagt þeim hjónum að kaupa sér ekki húsnæði í nágrenni við fljótið. „Hér er eldra fólk sem missti allt innbúið sitt þá og er að missa allt innbúið sitt aftur," segir hann.Heimili nóbelsverðlaunahafa undir vatn Jón hefur fengið fregnir af því að einn þeirra sem hefur misst hús sitt undir vatn sé nóbelsverðlaunahafinn Ian Frazer sem þróaði bóluefni gegn leghálskrabbameini og var árið 2006 valinn Ástrali ársins. Hann hafði lagt í miklar endurbætur á heimili sínu en er það líklega allt tapað í flóðunum. Talið er að um 900 þúsund ferkílómetrar séu nú undirlagðir vatni, eða ríflega hálft Queensland-fylkið. Jón hefur sérstaklega orð á því hversu vel björgunarsveitarmenn hafi staðið sig í þessum miklu hamförum. Hér meðfylgjandi má sjá nýtt fréttamyndband af svæðinu frá ITN fréttastofunni.
Tengdar fréttir Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11. janúar 2011 08:18 Enn magnast flóðin í Queensland Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland. 12. janúar 2011 08:05 Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12. janúar 2011 06:00 „Þetta er eins og í amerískri bíómynd“ Um eitt hundrað þúsund heimili í áströlsku borginni Brisbane gætu farið undir vatn á næsta sólarhringum. Íslendingur sem þar býr segir íbúa byrjaða að hamstra nauðsynjavörur enda flóðin þar þau verstu í meira hundrað ár. 11. janúar 2011 20:26 Íslendingur í Brisbane segir fólk óttaslegið Fólk í Brisbane er orðið óttaslegið vegna flóðanna sem þar eru, segir Jón Björnsson, Íslendingur sem hefur búið þar í 30 ár. 11. janúar 2011 13:45 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11. janúar 2011 08:18
Enn magnast flóðin í Queensland Flóðin í Queensland í Ástralíu virðast alls ekki í rénum. Allt að 20 þúsund heimili eru nú í hættu í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu og gætu orðið flóðunum að bráð, segir ríkisstjórinn í Queensland. 12. janúar 2011 08:05
Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12. janúar 2011 06:00
„Þetta er eins og í amerískri bíómynd“ Um eitt hundrað þúsund heimili í áströlsku borginni Brisbane gætu farið undir vatn á næsta sólarhringum. Íslendingur sem þar býr segir íbúa byrjaða að hamstra nauðsynjavörur enda flóðin þar þau verstu í meira hundrað ár. 11. janúar 2011 20:26
Íslendingur í Brisbane segir fólk óttaslegið Fólk í Brisbane er orðið óttaslegið vegna flóðanna sem þar eru, segir Jón Björnsson, Íslendingur sem hefur búið þar í 30 ár. 11. janúar 2011 13:45
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent