Kaupmáttur verði að aukast 12. janúar 2011 11:58 Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins eiga í sitthvoru lagi fund með forsætis- og fjármálaráðherra í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum og mögulega aðkomu stjórnvalda að samningagerðinni. Gyfli Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að kannað verði hvort hægt sé að ná fram breiðri samstöðu sem dugi til að koma hjólum atinnulífsins af stað og tryggja kaupmátt. Kjarasamningar eru í höndum einstakra aðildarfélaga ASÍ en kanna eigi hvort grundvöllur sé fyrir víðtækara samstarfi. Eitt af því sem ræða þurfi við stjórnvöld sé jöfnun lífeyrisréttinda almennings og opinberra starfsmanna. Þá segir Gylfi það ljóst að við efnahagshrunið hafi almenningur tekið á sig skert lífeyrisréttindi á sama tíma og lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna voru ríkistryggðir. Ekki sé hægt að horfa fram hjá þessu við gerð kjarasamninga nú. Fulltrúar Alþýðusambandsins funduðu síðast í gær með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Gylfi segir að það hafi í sjálfu sér verið ágætis fundur. En forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafa viðrað hugmyndir um kjarasamning til allt að þriggja ára með launahækkunum upp á 7 - 8 prósent. Gylfi segir það ekki duga, verkefnið sé að auka kaupmátt launafólks. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir að kaupmáttur verði að aukast með næstu kjarasamningum og hugmyndir atvinnurekenda um launahækkanir séu langt frá því að duga til þess. Þá verði að færa lífeyriskjör almennings til móts við kjör opinberra starfsmanna. Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins eiga í sitthvoru lagi fund með forsætis- og fjármálaráðherra í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum og mögulega aðkomu stjórnvalda að samningagerðinni. Gyfli Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að kannað verði hvort hægt sé að ná fram breiðri samstöðu sem dugi til að koma hjólum atinnulífsins af stað og tryggja kaupmátt. Kjarasamningar eru í höndum einstakra aðildarfélaga ASÍ en kanna eigi hvort grundvöllur sé fyrir víðtækara samstarfi. Eitt af því sem ræða þurfi við stjórnvöld sé jöfnun lífeyrisréttinda almennings og opinberra starfsmanna. Þá segir Gylfi það ljóst að við efnahagshrunið hafi almenningur tekið á sig skert lífeyrisréttindi á sama tíma og lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna voru ríkistryggðir. Ekki sé hægt að horfa fram hjá þessu við gerð kjarasamninga nú. Fulltrúar Alþýðusambandsins funduðu síðast í gær með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins og Gylfi segir að það hafi í sjálfu sér verið ágætis fundur. En forystumenn Samtaka atvinnulífsins hafa viðrað hugmyndir um kjarasamning til allt að þriggja ára með launahækkunum upp á 7 - 8 prósent. Gylfi segir það ekki duga, verkefnið sé að auka kaupmátt launafólks.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira