Líst vel á sameiningu Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla 12. janúar 2011 21:01 Mynd/Róbert „Ég hef ekki orðið vör við óánægju meðal foreldra," segir Lilja Rós Óskarsdóttir, varaformaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, um þá fyrirætlun borgaryfirvalda að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillaga þess efnis var samþykkt í menntaráði í dag og verður henni beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Lilja segir að sameiningin hafi ekki verið rætt sérstaklega innan foreldrafélagsins. Sjálfri líst henni vel á breytingarnar. „Þeir nemendur sem eru fyrir í Öskjuhlíðarskóla hafa smám saman orðið svolítið þyngri í umönnun. Upphaflega voru í skólanum fyrst og fremst börn með þroskahömlun en það er langt frá því að vera þannig í dag. Það er meira um að krakkarnir séu líkamlega fatlaðir," segir Lilja. Aðspurð segir Lilja húsnæði Öskjuhlíðarskóla engan veginn nógu gott, en skólinn var byggður árið 1972. „Húsnæðið er á nokkrum hæðum, það er þröngt og barn síns tíma." Lilja veit ekki til þess að gerðar verðar breytingar á húsnæði Öskjuhlíðarskóla vegna sameiningarinnar, en hún gerir þó ráð fyrir að ráðist verði í einhverjar breytingar. Í Öskjuhlíðarskóla eru nú 80 nemendur og í Safamýrarskóla 10 nemendur. Búist er við að nemendur Safamýrarskóla verði aðeins 6 á næsta skólaári. „Með þessum nemendum fylgir starfsfólk sem er mjög þjálfað að annast og kenna þeim sem eru fjölfatlaðir, þannig að það er fengur fyrir skólann," segir Lilja að lokum. Tengdar fréttir Öskjuhlíðaskóli og Safamýraskóli sameinaðir Menntaráð samþykkti á fundi sínum í dag að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess efnis verður beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Fram að þeim tíma undirbúi starfshópur starfsemi nýja skólans með stefnumótun og verkáætlun sem taki til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila. 12. janúar 2011 15:58 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Ég hef ekki orðið vör við óánægju meðal foreldra," segir Lilja Rós Óskarsdóttir, varaformaður Foreldrafélags Öskjuhlíðarskóla, um þá fyrirætlun borgaryfirvalda að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillaga þess efnis var samþykkt í menntaráði í dag og verður henni beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Lilja segir að sameiningin hafi ekki verið rætt sérstaklega innan foreldrafélagsins. Sjálfri líst henni vel á breytingarnar. „Þeir nemendur sem eru fyrir í Öskjuhlíðarskóla hafa smám saman orðið svolítið þyngri í umönnun. Upphaflega voru í skólanum fyrst og fremst börn með þroskahömlun en það er langt frá því að vera þannig í dag. Það er meira um að krakkarnir séu líkamlega fatlaðir," segir Lilja. Aðspurð segir Lilja húsnæði Öskjuhlíðarskóla engan veginn nógu gott, en skólinn var byggður árið 1972. „Húsnæðið er á nokkrum hæðum, það er þröngt og barn síns tíma." Lilja veit ekki til þess að gerðar verðar breytingar á húsnæði Öskjuhlíðarskóla vegna sameiningarinnar, en hún gerir þó ráð fyrir að ráðist verði í einhverjar breytingar. Í Öskjuhlíðarskóla eru nú 80 nemendur og í Safamýrarskóla 10 nemendur. Búist er við að nemendur Safamýrarskóla verði aðeins 6 á næsta skólaári. „Með þessum nemendum fylgir starfsfólk sem er mjög þjálfað að annast og kenna þeim sem eru fjölfatlaðir, þannig að það er fengur fyrir skólann," segir Lilja að lokum.
Tengdar fréttir Öskjuhlíðaskóli og Safamýraskóli sameinaðir Menntaráð samþykkti á fundi sínum í dag að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess efnis verður beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Fram að þeim tíma undirbúi starfshópur starfsemi nýja skólans með stefnumótun og verkáætlun sem taki til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila. 12. janúar 2011 15:58 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Öskjuhlíðaskóli og Safamýraskóli sameinaðir Menntaráð samþykkti á fundi sínum í dag að sameina starfsemi Safamýrarskóla og Öskjuhlíðarskóla. Tillögu þess efnis verður beint til borgarráðs. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir því að nýr sameinaður sérskóli starfi í húsnæði Öskjuhlíðarskóla og taki til starfa næsta haust. Fram að þeim tíma undirbúi starfshópur starfsemi nýja skólans með stefnumótun og verkáætlun sem taki til breytinga á húsnæði, starfsmannahaldi og upplýsingamiðlun til allra hagsmunaaðila. 12. janúar 2011 15:58