Lífið

Paris gerist leikkona

Paris hefur fengið fyrsta kvikmyndahlutverk sitt.
Paris hefur fengið fyrsta kvikmyndahlutverk sitt.
Paris, þrettán ára dóttir popparans sáluga Michaels Jackson, hefur fengið hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd. Hún heitir Lundon"s Bridge and the Three Keys og er ævintýramynd þar sem bæði raunverulegar og teiknaðar persónur koma við sögu.

Fjölskylda Parisar vildi ekki að hún byrjaði í skemmtanabransanum fyrr en hún væri orðin átján ára. Blaðið Sun heldur því fram að hún hafi getað sannfært ömmu sína Katherine um að leyfa sér að leika í myndinni og sagði henni að pabbi hennar hefði orðið hrifinn af boðskapnum. Þar er væntumþykja ungrar stúlku gagnvart föður sínum mest áberandi.

Myndin er byggð á bókaröð eftir Dennis H. Christen og fjallar um höfrung sem breytist í manneskju.

Paris fetar þar með í fótspor föður síns, sem var mikil barnastjarna. Hann sló í gegn átta ára í hljómsveitinni The Jackson 5 og lék í sinni fyrstu kvikmynd, The Wiz, þegar hann var tvítugur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.