Magnús Unnar segir ritstjóra the journal, Michael Nevin, hafa átt hugmyndina að myndaþættinum. „Ég var þegar búinn að láta í ljós við hann þá löngun að mynda vini eða félaga í kringumstæðum sem ég þekkti og þar sem hann vissi að okkur Elisu er vel til vina fól hann mér það verkefni að mynda hana á Íslandi."
Sednaoui hefur setið fyrir í helstu tískutímaritum heims, komið fram í kvikmyndum og sýnt fyrir Roberto Cavalli, Giorgio Armani, Dior og Versace meðal annarra. Þá hefur sjálfur Karl Lagerfeld, yfirhönnuður Chanel, kallað hana sína helstu músu.
Íslandsferðin var því viss viðbrigði fyrir fyrirsætuna sem er vön að vera umkringd aðstoðarfólki og stjörnum; Magnús Unnar eini ferðafélaginn og tökustaðirnir eins lágstemmdir og hugsast getur. Þar á meðal Seljavallalaug, inni í bíl þar sem Sednaoui teygir úr sér í framsætinu með íslenskt landslag í bakgrunni og heimili foreldra Magnúsar Unnars sem segir að þeim hafi þótt gaman að taka á móti stjörnunni.

Ekki er úr vegi að spyrja í lokin hvernig stjörnunni hafi líkað dvölin. „Henni fannst veran bara mjög skemmtilegt og það sem hún sá af landinu fallegt," segir Magnús Unnar.
roald@frettabladid.is