Nýr spítali – forsenda framþróunar í heilbrigðisþjónustu Ólafur Baldursson skrifar 3. september 2011 06:00 Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Stærsta framfaraskref sem sést hefur lengi á sviði heilbrigðismála eru áform um byggingu nýs Landspítala. Verkefni þetta hefur verið undirbúið ítarlega í mörg ár með þátttöku mörg hundruð heilbrigðisstarfsmanna og snýst í stuttu máli um að sameina starfsemi Landspítala að langmestu leyti á einn stað, og flytja starfsemina sem nú er í Fossvogi (gamla Borgarspítala) í hin nýju hús, en nýta gömlu húsin við Hringbraut jafnframt áfram. Þrenns konar umbætur verða með þessari framkvæmd: Bætt öryggi og aðstaða fyrir sjúklinga, verulegar umbætur í rekstri, og bætt vinnuumhverfi starfsfólks. Flestir sem hafa eitthvert vit á heilbrigðismálum, veitendur þjónustu jafnt sem þiggjendur, telja þessa þrjá þætti afar mikilvæga og mjög eftirsóknarverða. Endurteknir útreikningar innlendra og erlendra sérfræðinga sýna að árlega muni sparast allt að 3 milljarðar króna við þessa breytingu sem bendir eindregið til þess að framkvæmdin borgi sig sjálf með tímanum. Enn einu sinni liggja nú fyrir nýir útreikningar hvað þetta varðar, og niðurstaðan er alltaf sú sama. Til viðbótar má nefna að nýr spítali á einum stað í sambýli með Háskóla Íslands, mun styrkja enn frekar árangursríkt samstarf háskóla og spítala, og gera vinnustaðinn eftirsóknarverðari. Landspítali eins og hann starfar núna, í spennitreyju fjárlaga, og dreifður um alla borg, á erfitt með að sinna hlutverki sínu fullkomlega, þó að ótrúlega vel hafi gengið að gæta öryggis sjúklinga og þróa starfsemina að ýmsu leyti til betri vegar, þökk sé dugnaði og baráttu starfsmanna spítalans. Þrátt fyrir þröngan stakk, hefur tekist að koma á ýmsum breytingum í innra skipulagi, sem þegar hafa leitt til mikillar hagræðingar, þannig að spítalinn er nú rekinn innan ramma fjárlaga. Einnig er unnið að umbótum á fjölmörgum þjónustuþáttum er snúa að sjúklingum, m.a. til þess að starfsemin verði betur í stakk búin til þess að sameinast í nýjum spítala. Starfsfólk hefur lagt á sig gríðarlega vinnu til þess að bæta og þróa starfsemina m.a. til þess að sníða hana sem best að nýjum spítala. Vonin um nýjan spítala hefur því átt mikinn þátt í að hvetja starfsmenn til dáða. Bent hefur verið á að þróun læknisfræði á Íslandi kunni að vera í hættu, verði ekki ráðist í að byggja nýjan spítala. Forsvarsmenn heilbrigðisvísinda við Háskóla Íslands og rektor skólans taka undir þetta sjónarmið og hafa lýst áhyggjum af erfiðleikum sem skapast muni við að manna stöður á háskólaspítalanum vegna slakrar vinnuaðstöðu í núverandi byggingum. Læknar og starfsfólk spítalans hafa ítrekað bent á að sjúklingum, tækjum og búnaði geti stafað hætta af lélegu húsnæði og ábendingar hafa borist um að erfitt sé að halda uppi vörnum gegn sýkingum vegna hrörlegs húsnæðis. Þannig liggur ljóst fyrir að starfsmenn Landspítala hafa nú þegar lagt mikið á sig til undirbúnings nýja spítalanum í mörg ár, og ráðist í ýmsar breytingar á starfeminni, m.a. til þess að vera tilbúin með framsæknari og vandaðri þjónustu í hinum nýja spítala. Það hefur því nú þegar verið hugað ítarlega að innihaldinu, ekki síður en að steypunni, enda er það vel þekkt staðreynd í rekstri háskólasjúkrahúsa að innra starfið þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Í þeirri mikilvægu vinnu, þurfa starfsmenn Landspítala ekki á steypukasti núverandi eða fyrrverandi stjórnmálamanna að halda. Ólíkt þróun og starfsemi Landspítalans, þá er slíkt kast tóm steypa.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun