Hvers vegna ég styð Icesave Bolli Héðinsson skrifar 18. mars 2011 06:00 Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer heldur ekki burt þó við höfnum því í atkvæðagreiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Icesave Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Um flest sem lýtur að Icesave þarf ekki að fjölyrða. Þar ber hæst að enginn vill taka á sig þær byrðar og allir íslenskir ráðherrar og embættismenn sem að málinu hafa komið, allt frá hausti 2008, hafa lofað Bretum og Hollendingum að um málið yrði samið. Icesave fer heldur ekki burt þó við höfnum því í atkvæðagreiðslu. Jafnvel þó svo að Bretar og Hollendingar kysu að fara ekki í mál við okkur, hversu lengi viljum við vera í óvissu um hvort þeir muni gera það eða ekki? Þegar svo til málssóknarinnar kæmi, ef af henni verður, þá virðist mér með einföldum vongildismælingum að við þurfum að hafa 90% vissu fyrir því að við vinnum málið, til að vera jafn vel sett og við erum nú. Við það að hafna Icesave lendum við eina ferðina enn í óvissu sem við vitum ekki hversu lengi mun standa. Framþróun íslenskra efnahagsmála, möguleikinn á að skapa vinnu og velferð, veltur á því að eyða óvissu. Með Icesave frá, þá er einni óvissunni færra með fullri sæmd allra sem að málinu hafa komið. Óvissan ein kostar okkur fjármuni; að öllum líkindum miklu meiri fjármuni en við gætum sparað okkur með að hafna Icesave. Það er ódýrt að segja „látum þá bara höfða mál" eins og hópur lögmanna og fleiri hafa boðað. Þeir sem slíkt segja vita sem er að þeir munu aldrei þurfa að standa við stóru orðin, þeir verða aldrei sóttir til ábyrgðar þó málið tapist. Þeir sem þannig tala vita að ummælin eru útgjaldalaus af þeirra hálfu. Í þessari stöðu er lítið mál fyrir áhættusækna einstaklinga að tala digurbarkalega. Öll þurfum við svo, jafnt hin áhættufælnu sem hin áhættusæknu, að bera okkar hluta hinna óhemjulegu byrða ef ráðum digurbarkanna er fylgt og allt fer á versta veg. Ótrúlegt hefur verið að fylgjast með ofstækisfullri umræðu um Icesave þar sem fólk hnyklar vöðva og leyfir sér málatilbúnað á þeim nótum að samþykkjendur samningsins geri þjóðina upp til hópa að gungum. Ég taldi mig ekki mundi lifa að sjá slíkan málflutning hjá einstaklingum sem vilja láta taka sig alvarlega. Kannski segir málatilbúnaður af þessu tagi meira en margt annað um nauðsyn þess að ljúka Icesave með atkvæðagreiðslunni 9. apríl.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun