Áhugaverð umfjöllun um heilsu kvenna Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2011 09:24 Á næstunni stendur Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, fyrir röð hádegisfyrirlestra i Háskólanum í Reykjavík, um málefni tengd heilsu kvenna. Fyrsti fundurinn verður í hádeginu í dag klukkan tólf. Fyrirlestrarnir eru liður í undirbúningi fyrir fjársöfnun Lífs fyrir kvennadeildina, sem haldin verður á landsvísu - og lýkur með glæsilegum söfnunarþætti á Stöð 2 í byrjun mars. Fundirnir eru opnir öllum almenningi sem er hvattur til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi um heilsufar kvenna. Fyrsti fundur Lífs fjallar um fyrirhugaða bólusetningu gegn HPV eða vörtuveiru, sem er algengasta orsök leghálskrabbameins og veldur einnig vörtum á kynfærum. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu um að undirbúa og hefja bólusetningu og fjárlaganefnd Alþingis veitti 50 milljónum til verkefnisins. Næstu skref eru í höndum heilbrigðisyfirvalda landsins, að innleiða bólusetningu inn í hefðbundnar forvarnir við heilsugæslu barna. Í fréttatilkynningu frá Líf kemur fram að árlega greinast 10-20 konur með leghálskrabbamein á Íslandi og tvær til þrjár deyja árlega af völdum sjúkdómsins. Til eru meira en 100 tegundir af HPV og valda sumar krabbameinum en aðrar vörtum. Um 75-80% karla og kvenna sýkjast af HPV einhvern tíma á ævinni en flestir eru einkennalausir og losna við veiruna af sjálfu sér. Fram kemur í tilkynningunni frá Líf að allir sem lifa kynlífi geta fengið HPV en samfarir eru ekki nauðsynlegar til að smitast. Smokkar eru léleg vörn gegn HPV smiti þar sem þeir verja aðeins það svæði sem þeir hylja. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Á næstunni stendur Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss, fyrir röð hádegisfyrirlestra i Háskólanum í Reykjavík, um málefni tengd heilsu kvenna. Fyrsti fundurinn verður í hádeginu í dag klukkan tólf. Fyrirlestrarnir eru liður í undirbúningi fyrir fjársöfnun Lífs fyrir kvennadeildina, sem haldin verður á landsvísu - og lýkur með glæsilegum söfnunarþætti á Stöð 2 í byrjun mars. Fundirnir eru opnir öllum almenningi sem er hvattur til að mæta og hlýða á áhugaverð erindi um heilsufar kvenna. Fyrsti fundur Lífs fjallar um fyrirhugaða bólusetningu gegn HPV eða vörtuveiru, sem er algengasta orsök leghálskrabbameins og veldur einnig vörtum á kynfærum. Alþingi samþykkti á síðasta ári þingsályktunartillögu um að undirbúa og hefja bólusetningu og fjárlaganefnd Alþingis veitti 50 milljónum til verkefnisins. Næstu skref eru í höndum heilbrigðisyfirvalda landsins, að innleiða bólusetningu inn í hefðbundnar forvarnir við heilsugæslu barna. Í fréttatilkynningu frá Líf kemur fram að árlega greinast 10-20 konur með leghálskrabbamein á Íslandi og tvær til þrjár deyja árlega af völdum sjúkdómsins. Til eru meira en 100 tegundir af HPV og valda sumar krabbameinum en aðrar vörtum. Um 75-80% karla og kvenna sýkjast af HPV einhvern tíma á ævinni en flestir eru einkennalausir og losna við veiruna af sjálfu sér. Fram kemur í tilkynningunni frá Líf að allir sem lifa kynlífi geta fengið HPV en samfarir eru ekki nauðsynlegar til að smitast. Smokkar eru léleg vörn gegn HPV smiti þar sem þeir verja aðeins það svæði sem þeir hylja.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira