Skilyrði Orkustofnunar gæti seinkað Reykjanesvirkjun 19. janúar 2011 18:45 Skilyrði sem Orkustofnun hefur sett fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar eykur virkjunarkostnað og gæti seinkað framkvæmdum. Smíði álversins í Helguvík hangir á spýtunni.Stækkun Reykjanesvirkjunar um 80 megavött átti að vera fyrsta verkefnið til að útvega raforku til álvers Norðuráls í Helguvík. Það hefur hins vegar dregist að HS Orka fengi virkjunarleyfi þar sem sérfræðingar Orkustofnunar hafa efast um að jarðhitasvæðið stæði undir meiri orkuvinnslu.Nýjasta borholan á Reykjanesi, sem látin var blása í haust, hefur ekki náð að eyða þessum efasemdum að fullu. Engu að síður ákvað Orkustofnun fyrir áramót að kynna HS Orku drög að virkjunarleyfi. Þar er, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, meðal annars sett það skilyrði fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar að orkan, sem fóðra á virkjunina, verði sótt í stærri jarðhitageymi en áður var áformað í því skyni að tryggja betur nægilega orkugetu til framtíðar.Viðræður standa nú yfir milli Orkustofnunar og HS Orku um hvernig þessu skilyrði verður mætt. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir ljóst að þetta þýði meiri kostnað og hugsanlega seinkun framkvæmda. Hann segir þó ekki hægt að nefna neinar tölur né tímaáætlanir í því sambandi.Skilyrðið veldur því meðal annars að bora þarf dýpri holur og hugsanlega einnig fleiri skáboraðar holur. Kostnaður við einstaka borholur gæti þannig hækkað úr 300 milljónum króna upp í 500 milljónir. Þar sem áformað er að bora allt að tíu holur í viðbót má ætla að aukakostnaður gæti skipt verulegum fjárhæðum.Þá er ekki ljóst hvort þetta kallar á nýtt skipulagsferli og umhverfismat, en slíkt gæti valdið verulegri seinkun. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Skilyrði sem Orkustofnun hefur sett fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar eykur virkjunarkostnað og gæti seinkað framkvæmdum. Smíði álversins í Helguvík hangir á spýtunni.Stækkun Reykjanesvirkjunar um 80 megavött átti að vera fyrsta verkefnið til að útvega raforku til álvers Norðuráls í Helguvík. Það hefur hins vegar dregist að HS Orka fengi virkjunarleyfi þar sem sérfræðingar Orkustofnunar hafa efast um að jarðhitasvæðið stæði undir meiri orkuvinnslu.Nýjasta borholan á Reykjanesi, sem látin var blása í haust, hefur ekki náð að eyða þessum efasemdum að fullu. Engu að síður ákvað Orkustofnun fyrir áramót að kynna HS Orku drög að virkjunarleyfi. Þar er, samkvæmt heimildum Stöðvar 2, meðal annars sett það skilyrði fyrir stækkun Reykjanesvirkjunar að orkan, sem fóðra á virkjunina, verði sótt í stærri jarðhitageymi en áður var áformað í því skyni að tryggja betur nægilega orkugetu til framtíðar.Viðræður standa nú yfir milli Orkustofnunar og HS Orku um hvernig þessu skilyrði verður mætt. Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, segir ljóst að þetta þýði meiri kostnað og hugsanlega seinkun framkvæmda. Hann segir þó ekki hægt að nefna neinar tölur né tímaáætlanir í því sambandi.Skilyrðið veldur því meðal annars að bora þarf dýpri holur og hugsanlega einnig fleiri skáboraðar holur. Kostnaður við einstaka borholur gæti þannig hækkað úr 300 milljónum króna upp í 500 milljónir. Þar sem áformað er að bora allt að tíu holur í viðbót má ætla að aukakostnaður gæti skipt verulegum fjárhæðum.Þá er ekki ljóst hvort þetta kallar á nýtt skipulagsferli og umhverfismat, en slíkt gæti valdið verulegri seinkun.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira