Ingibjörg Sólrún vill bann við því að hylja andlitið á almannafæri Erla Hlynsdóttir skrifar 1. febrúar 2011 08:51 Ingibjörg Sólrún segir að fólk eigi rétt á að sjá framan í fólk sem það á samskipti við Mynd: Anton Brink „Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó." Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira
„Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó."
Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar rofin Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Sjá meira