Ingibjörg Sólrún vill bann við því að hylja andlitið á almannafæri Erla Hlynsdóttir skrifar 1. febrúar 2011 08:51 Ingibjörg Sólrún segir að fólk eigi rétt á að sjá framan í fólk sem það á samskipti við Mynd: Anton Brink „Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó." Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira
„Ögmundur vill ekki banna búrkur. Gott og vel. Ekki skal ég hafa á móti því að fólk beri það utan á sér hverrar trúar það er þó að mér finnist það hvimleitt. Ég get hins vegar ekki fallist á að fólk hylji andlit sitt - hverrar trúar sem það er," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, á Fésbókarsíðu sinni. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hann væri andvígur því að bannað verði að klæðast búrkum hér á landi. Ögmundur svaraði þar fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, en Þorgerður telur notkun búrka ekki samræmast íslensku samfélagsmynstri. Hún vísaði til kvenfrelsis í málflutningi sínum og benti jafnframt á að ekki er hægt að erfitt er að bera kennsl á þá sem undir búrkunni er. Ingibjörg tekur undir þetta síðastnefnda sjónarmið. „Við eigum rétt á að sjá framan í það fólk sem við eigum samskipti við. Þess vegna eigum við einfaldlega að banna að fólk hylji andlit sitt á almannafæri og málið er leyst," skrifar hún. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti þessari sömu skoðun á Alþingi í gær þar sem hún sagði að alvarlega þyrfti að íhuga bann við því að fólk hylji andlit sitt á almannafæri. Ögmundur Jónasson svaraði í gær fyrirspurn sem Þorgerður Katrín lagði fram um bann við búrkum Heitar umræður spunnust um málið á síðu Ingibjargar Sólrúnar. Þar var meðal annars spurt hvort þá ætti líka að banna lambhúshettur, stóra trefla, sólgleraugu og mótorhjólahjálma, og hvort fólk ætti í raun heimtingu á að sjá framan í fólk úti á götu. Þá var því velt upp að ef búrkan er birtingarmynd kúgunar kvenna hvort þá þyrfti ekki til samræmis við búrkubann að banna hælaskól og þröng pils. Við þessu segir Ingibjörg Sólrún: „Það er skammt öfganna á milli. Það er engin ástæða til að banna höfuðklúta, hælaskó né nokkuð annað sem fólk vill klæðast en andlit fólks verðum við að geta séð ef við eigum samskipti við það. Sá réttur er ekki bundinn í neinar mannréttindayfirlýsingar en hann á sér mjög djúpar rætur í menningu okkar og við eigum ekki að kasta honum á glæ. Í andlitinu lesum við hvað fólk hefur í hyggju. Við þurfum að sjá framan í konur ekki síður en karla. Við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó."
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Sjá meira