Hvað felst í „faglegri ráðningu“? Gunnar Haugen skrifar 3. maí 2011 06:00 Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merkingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðningu, sem skapar hættu á að hæfasti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarnar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru uppfylltar – enda ekkert því til fyrirstöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafnræði, andmælarétt og réttmætisreglu. Fyrir utan kröfu um nafnabirtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. HæfnisgreiningOft má framkvæma betri hæfnisgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnisþætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starfið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjendaStrax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstaklingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærstan hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf löggjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfniAð meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með réttum tækjum og tólum er áreiðanlegasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsakað þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er framkvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónuleikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. UmsagnirÞað torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðningu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. ÚtvistunUmræða hefur verið um stofnun ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækjenda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðninga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opinbera þegar við á. Það að standa faglega að ráðningum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskilyrði en tryggja jafnframt að viðurkenndum en ekki handahófskenndum aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í umræðu um opinberar ráðningar hefur hugtakið „fagleg ráðning“ verið áberandi. Það hefur borið við að skilningur mannauðsfræðanna og skilningur stjórnsýslunnar á faglegum ráðningum sé ekki sá sami. Mannauðsfræðin notar hugtakið með þeim hætti að framkvæmd sé starfsgreining og notuð séu vísindalega viðurkennd tæki og aðferðir sem best spá fyrir um frammistöðu einstaklings í nýju starfi. Stjórnsýslan notar hinsvegar hugtakið í þeirri merkingu að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda í ráðningum hins opinbera án tillits til þess að aðferðirnar spá ekki endilega fyrir um frammistöðu í starfi. Þegar einungis önnur faglega krafan er uppfyllt má segja að ekki sé um að ræða fullkomlega faglega ráðningu, sem skapar hættu á að hæfasti umsækjandinn sé ekki valinn. Bestu opinberu ráðningarnar eru þar sem faglegar kröfur beggja sjónarmiðanna eru uppfylltar – enda ekkert því til fyrirstöðu. Í stjórnsýslunni er gerð rík krafa um gagnsæi, rökstuddar ákvarðanir, upplýsingagjöf, jafnræði, andmælarétt og réttmætisreglu. Fyrir utan kröfu um nafnabirtingar umsækjenda og opnar umsagnir, eru reglurnar aðeins til þess fallnar að styðja við gott ráðningarferli. Vandinn er að í mörgum tilvikum er aðferðum mannauðsfræðanna ekki beitt. HæfnisgreiningOft má framkvæma betri hæfnisgreiningar en lögin kalla eftir. Þ.e. fara dýpra í hvaða hæfnisþætti einstaklingurinn í starfinu þarf að uppfylla. Starfsgreining getur verið tímafrek og stundum er vinnslu hennar ábótavant og oft ekki unnin eftir líkani um starfið. Starfsgreining kemur ávallt til viðbótar við það sem talið er upp í lögum um starfið. Öflun umsækjendaStrax við öflun umsækjenda hefst leitin að hæfasta einstaklingnum. Umsækjenda er fyrst og fremst aflað með auglýsingu í þeim tilgangi að fá sem stærstan hóp hæfra umsækjenda. Lög um opinbera nafnabirtingu draga hins vegar úr líkunum á að bestu umsækjendurnir fáist til að taka þátt í ráðningarferlinu. Það er mat okkar hjá Capacent ráðningum að um 15%-20% umsækjenda dragi umsókn sína til baka þegar birta á nafnalista opinberlega. Oft er mikil eftirsjá að þeim sem draga sig til baka. Þessa kröfu þarf löggjafinn að endurskoða enda ætti ekki að vera mjög erfitt að finna leið til að uppfylla tilgang laganna með öðrum hætti en nafnabirtingu. Mat á hæfniAð meta hlutlægt sem flesta þætti í fari einstaklings með réttum tækjum og tólum er áreiðanlegasta aðferðin til að uppfylla réttmætisreglu stjórnsýslunnar. Mannauðsfræðin hefur rannsakað þessi mál í meira en 70 ár og hefur yfir að ráða aðferðum sem eru óyggjandi betri en hyggjuvit stjórnenda. Mat á hæfni er framkvæmt með margs konar hætti. Umsækjendur gætu þurft að leysa starfstengt verkefni, taka stöðluð og réttmæt getupróf og síðast en ekki síst er persónuleikapróf notað til að leggja mat á það hvaða mann umsækjandi hefur að geyma. Til viðbótar eru notuð stöðluð viðtöl og umsagna er aflað. UmsagnirÞað torveldar valið á hæfasta umsækjandanum að ekki má heita trúnaði við öflun umsagna. Forspárgildi umsagna er að öllu jöfnu frekar lítið – og hætt við að forspárgildið rýrni enn frekar þegar líkur eru á að umsagnir verði gerðar opinberar. Þetta er flókið lagalegt úrlausnaratriði en til að ná markmiðinu um ráðningu þess hæfasta er nauðsynlegt að huga að lausn. ÚtvistunUmræða hefur verið um stofnun ráðningastofu ríkisins sem sæi um að meta hæfni umsækjenda og fylgja verkferlum eftir. Það er ekkert í verkferlum ráðninga hins opinbera sem ekki er hægt að sinna jafnvel eða betur af einkafyrirtækjum. Þetta snýst um þá pólitísku spurningu hvort að ríkið eigi að sinna öllum málum eða hvort fyrirtæki á almennum markaði megi þjónusta hið opinbera þegar við á. Það að standa faglega að ráðningum snýr fyrst og fremst að aðferðafræði; að uppfylla lagaskilyrði en tryggja jafnframt að viðurkenndum en ekki handahófskenndum aðferðum sé beitt við leitina að þeim hæfasta.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun