Framleiðandi X-Factor, Fremantle, ætlar að gera Cole lífið leitt og hefur nú farið fram á það við söngkonuna að hún útvegi sér atvinnuleyfi í Ameríku svo hægt sé að borga henni. Cole hefur því ákveðið að leita á náðir bandaríska sendiráðsins í London í von um að sendiherrann leggi sitt á vogarskálarnar til að greiða úr flækjunni og útvegi henni tilskilin leyfi. „Þetta er refskák," hefur bandaríska blaðið Hollywood Reporter eftir heimildarmanni sínum.
