Afnám gjaldeyrishafta á einu ári JMG skrifar 15. desember 2011 12:00 Gylfi Magnússon, fyrrverandi viðskiptaráðherra, sat í hópnum. mynd/ sigurjón. Vinnuhópur á vegum Viðskiptaráðs hefur lagt fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta á einu ári. Lykillinn er útgáfa langtíma ríkisskuldabréfa í erlendri mynt. Gylfi Magnússon segir ekki eðlilegt að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingu hér á landi. Viðskiptaráð kallaði saman hóp sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum til að stuðla að markvissari umræðu um afnám íslensku gjaldeyrishaftanna á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað, en þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki. Megininntak tillögunnar er útgáfa ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum til tuttugu ára svo aflandskrónueigendur geti farið með sínar eignir úr landi með þeim hætti. Bréfin væru síðan seljanleg á markaði. Útgáfan mun ekki auka skuldsetningu ríkisins þar sem hún verður notuð til þess að greiða upp aðra fjármögnun. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ sat í hópnum og segir það vel raunhæft að afnema höftin að mestu á einu ári. „Það yrðu kannski einhver ákveðin höft á erlenda fjárfesta eftir en þau yrðu að mestu farin á innlenda fjárfesta sem þyrftu þá ekki að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Gylfi. Áætlunin miðar að því að hafa ekki áhrif á gengi krónunnar. „það liggur því miður núna í hlutarins eðli að núna er mikið fé fast á landinu sem heldur niðri vöxtum, svo það er óhjákvæmilegt að vextir myndi hækka sem veldur vandræðum fyrir marga, til dæmis ríkissjóð, þegar að höftin fara en það er ekki hægt að ætla sér að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingi, það er augljóslega ekki eðlileg leið til að fjármagna hvort heldur ríkissjóð eða bankakerfið,“ bætir Gylfi við. Í hópnum sátu auk Gylfa meðal annars Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
Vinnuhópur á vegum Viðskiptaráðs hefur lagt fram áætlun um afnám gjaldeyrishafta á einu ári. Lykillinn er útgáfa langtíma ríkisskuldabréfa í erlendri mynt. Gylfi Magnússon segir ekki eðlilegt að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingu hér á landi. Viðskiptaráð kallaði saman hóp sérfræðinga úr atvinnulífi og háskólum til að stuðla að markvissari umræðu um afnám íslensku gjaldeyrishaftanna á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað, en þannig að kostnaði verði haldið í lágmarki. Megininntak tillögunnar er útgáfa ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum til tuttugu ára svo aflandskrónueigendur geti farið með sínar eignir úr landi með þeim hætti. Bréfin væru síðan seljanleg á markaði. Útgáfan mun ekki auka skuldsetningu ríkisins þar sem hún verður notuð til þess að greiða upp aðra fjármögnun. Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild HÍ sat í hópnum og segir það vel raunhæft að afnema höftin að mestu á einu ári. „Það yrðu kannski einhver ákveðin höft á erlenda fjárfesta eftir en þau yrðu að mestu farin á innlenda fjárfesta sem þyrftu þá ekki að hafa áhyggjur af þeim,“ segir Gylfi. Áætlunin miðar að því að hafa ekki áhrif á gengi krónunnar. „það liggur því miður núna í hlutarins eðli að núna er mikið fé fast á landinu sem heldur niðri vöxtum, svo það er óhjákvæmilegt að vextir myndi hækka sem veldur vandræðum fyrir marga, til dæmis ríkissjóð, þegar að höftin fara en það er ekki hægt að ætla sér að halda niðri vöxtum árum saman með því að halda fé í gíslingi, það er augljóslega ekki eðlileg leið til að fjármagna hvort heldur ríkissjóð eða bankakerfið,“ bætir Gylfi við. Í hópnum sátu auk Gylfa meðal annars Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Orri Hauksson, framkvæmdastjóri samtaka iðnaðarins, Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands og Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira