Lífið

Gefur út misheppnaða mánudaga

Plötusnúðurinn Addi Intro hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði fyrir hjólabrettamyndböndin First Try Fail Mondays, eða Misheppnaða mánudagar.

Addi byrjaði að gera myndböndin í fyrravetur en þar tekur hann hús á fremstu hjólabrettamönnum landsins og setur verkefni fyrir þá sem þeir verða að leysa á staðnum.

Hann setti myndböndin samdægurs á netið og gerði alls um 40 þætti á árinu. Í vor byrjaði Vísir einnig að sýna myndböndin og nutu þau sífellt meiri vinsælda með hverjum mánuðinum sem leið.

Addi hefur nú safnað saman 20 bestu myndböndunum úr þessarri fyrstu þáttaröð og sett saman á glæsilegan DVD-disk sem kom út núna í vikunni. Diskurinn fæst út um allt land en Addi ætlar ekki að leggja árar í bát heldur er nú þegar byrjaður á annarri þáttaröð. Fyrsta myndbandið, þar sem Róbert Ingimarsson spreytir sig, er nú þegar hægt að sjá á sjónvarpssíðu Vísis.

Með fréttinni fylgir eitt síðasta myndbandið sem Addi gerði í fyrstu þáttaröð en þar er hann sjálfur í aðalhlutverki og fer yfir árið, sem hann segir eitt mesta framfaraár í íslenskri hjólabrettamenningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.