Enski boltinn

Keane: Ferguson væri ekkert án manna eins og mín

Keane og Ferguson eru engir vinir.
Keane og Ferguson eru engir vinir.
Roy Keane tók því ekkert sérstaklega vel að Sir Alex Ferguson skyldi skjóta á sig eftir blaðamannafundinn í Basel um daginn. Keane svaraði fyrir sig fullum hálsi eins og búast mátti við.

Keane sagði eftir tap Man. Utd gegn Basel að sitt gamla félag hefði fengið það sem það átti skilið. Ferguson var spurður út í þessi ummæli eftir leikinn. Hann sagði að Keane ætti að skoða sinn eigin þjálfaraferil áður en hann færi að gagnrýna aðra.

"Ferguson má ekki gleyma því að án manna eins og mín væri hann ekki neitt. Það gleymist fljótt að við lögðum allt að veði fyrir hann," sagði Keane og bætti við að það væri glórulaust hjá Ferguson að gagnrýna að enginn mætti tjá sig um liðið nema vera með svipaðan árangur og hann. Það státaði enginn af slíkum árangri.

Það hefur verið kalt á milli Keane og Ferguson síðan 2005 er stjórinn stóð ekki við bak fyrirliðans er hann yfirgaf Old Trafford.

"Fólk segir að hann hafi staðið með mér á erfiðum stundum. Það gerði hann ekki þegar ég var 34 ára og stóð í smá rifrildi við Carlos Queiros aðstoðarstjóra. Þá var mér sagt að fara. Mér var rétt yfirlýsing og ýtt út."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×