Lífið

Magnað sýnishorn af Palla í Hörpunni

Vísir frumsýnir hér glænýtt sýnishorn af magnaðri upptöku á stórtónleikum Páls Óskars þegar hann fyllti Hörpu fimm sinnum í vor.

Páll Óskar var einn af þeim fyrstu til að stíga á stokk þegar Harpa opnaði. Hann hélt stórtónleika með Sinfóníuhljómsveitinni og tók öll sín bestu lög. Þúsundir gesta skemmtu sér konunglega enda seldist upp á fimm tónleika. Tónleikarnir voru teknir upp og koma út á veglegum DVD-disk með alls kyns aukaefni fyrir jólin.

Pakkinn inniheldur tónleikana á mynddiski annars vegar og hljóðdiski hins vegar og hefur verið ekki síður mikið lagt í útgáfuna og tónleikana sjálfa. Fjöldi myndavéla var notaður til að ná sérstaklega mörgum sjónarhornum. Þá er mikið af áhugaverðu aukaefni á DVD-disknum; þar á meðal eru heimavideo frá æfingum, ljósmyndasafn og karaókí útgáfur af lögunum. Íslenskur og enskur texti er á DVD diskinum.

Sérstök viðhafnarútgáfa af pakkanum verður einnig fáanleg í takmörkuðu magni; verður þar um að ræða umslag úr stáli og heilan bónus geisladisk með samansafn af smellum frá Páli Óskari sem hafa verið meðal vinsælustu laga þjóðarinnar síðustu ár en eiga það sameiginlegt að hafa aldrei áður komið út á diski.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.