Hommar og hagfræði Hafsteinn Hauksson skrifar 17. nóvember 2011 12:33 Það fer oft í taugarnar á venjulegu fólki að hagfræðingar gera sig seka um að gefa sér ofureinfaldar forsendur um það hvernig fólk hegðar sér, sem draga má saman í eina einfalda setningu; fólk bregst við hvötum. Þegar mjólkin úti í búð hækkar í verði myndast hvati fyrir okkur til að kaupa minna af henni, og þegar Coke og Pepsi kosta það sama höfum við hvata til að kaupa þá tegund sem okkur langar meira í. Þó sumir séu reyndar til í að fallast á að hagfræðingar geti lýst svona búðarferð í Bónus með fínu eftirspurnarjöfnunum sínum, þá finnst mörgum að fræðigreinin nái varla mikið lengra. Almennt séð vill fólk nefnilega trúa því að maðurinn sé miklu flóknari en svo að hægt sé að lýsa öllum okkar ákvörðunum með einhverri kostnaðar- og ábatagreiningu. Hver heldur til dæmis að kostnaður og ábati geti útskýrt jafnflókið fyrirbæri og kynhegðun? Svarið er einfalt: Hagfræðingurinn Andrew M. Francis. Kynmök eins og hver önnur vörukaup Hann gekk út frá því að um kynmök gildi það sama og vörukaup – þó ekkert sé greitt fyrir þau fylgi þeim engu að síður einhver kostnaður sem felst meðal annars í líkindunum á því að fá kynsjúkdóm. Eftir því sem þau kosta svo meira, þeim mun minna stundar fólk af þeim. Francis skoðaði könnun á kynhegðun sem náði til 3500 manns í Bandaríkjunum og framkvæmd var á öndverðum 10. áratugnum þegar HIV smit voru nánast eingöngu tengd við samkynhneigða karlmenn. Hann komst að því að bæði karlar og konur sem áttu eyðnisjúkan ættingja, og höfðu því séð með eigin augum hversu hryllilegur sjúkdómurinn er, voru mun ólíklegri til að laðast að körlum eða stunda kynlíf með þeim en ella. Karlarnir voru semsagt ólíklegri til að vera hommar, og konurnar voru líklegri til að vera lesbíur. Með öðrum orðum hafði hugmynd þeirra um aukinn "kostnað" af kynmökum með körlum þau áhrif að fólkið dró úr þeim, alveg eins og með mjólkurkaupin í Bónus. Endaþarmsmök – en með konum Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er sú ótrúlega staðreynd að karlmennirnir sem áttu eyðnismitaðan ættingja voru líklegri til að stunda endaþarmsmök en hinir - en með konum! Þýðir það að þeir voru skápahommar sem höfðu einfaldlega fundið sér staðkvæmdarvöru við kynlíf með öðrum körlum í endaþarmsmökum með konum, þegar hið fyrrnefnda "hækkaði í verði"? Þótt niðurstöður Francis séu með ólíkindum áhugaverðar eru það kannski einmitt rannsóknir eins og þessi sem gerir fólk andsnúið hagfræði. En sama hvað fólki finnst, þá sýnir hún fram á að greiningartæki hagfræðinnar þekkja engin takmörk, og það sem meira er; hagfræðingar eru rétt að byrja að nota þau. Heimild: The Economics of Sexuality: The Effect of HIV/AIDS on Homosexual Behaviour in The United States e. Andrew M. Francis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það fer oft í taugarnar á venjulegu fólki að hagfræðingar gera sig seka um að gefa sér ofureinfaldar forsendur um það hvernig fólk hegðar sér, sem draga má saman í eina einfalda setningu; fólk bregst við hvötum. Þegar mjólkin úti í búð hækkar í verði myndast hvati fyrir okkur til að kaupa minna af henni, og þegar Coke og Pepsi kosta það sama höfum við hvata til að kaupa þá tegund sem okkur langar meira í. Þó sumir séu reyndar til í að fallast á að hagfræðingar geti lýst svona búðarferð í Bónus með fínu eftirspurnarjöfnunum sínum, þá finnst mörgum að fræðigreinin nái varla mikið lengra. Almennt séð vill fólk nefnilega trúa því að maðurinn sé miklu flóknari en svo að hægt sé að lýsa öllum okkar ákvörðunum með einhverri kostnaðar- og ábatagreiningu. Hver heldur til dæmis að kostnaður og ábati geti útskýrt jafnflókið fyrirbæri og kynhegðun? Svarið er einfalt: Hagfræðingurinn Andrew M. Francis. Kynmök eins og hver önnur vörukaup Hann gekk út frá því að um kynmök gildi það sama og vörukaup – þó ekkert sé greitt fyrir þau fylgi þeim engu að síður einhver kostnaður sem felst meðal annars í líkindunum á því að fá kynsjúkdóm. Eftir því sem þau kosta svo meira, þeim mun minna stundar fólk af þeim. Francis skoðaði könnun á kynhegðun sem náði til 3500 manns í Bandaríkjunum og framkvæmd var á öndverðum 10. áratugnum þegar HIV smit voru nánast eingöngu tengd við samkynhneigða karlmenn. Hann komst að því að bæði karlar og konur sem áttu eyðnisjúkan ættingja, og höfðu því séð með eigin augum hversu hryllilegur sjúkdómurinn er, voru mun ólíklegri til að laðast að körlum eða stunda kynlíf með þeim en ella. Karlarnir voru semsagt ólíklegri til að vera hommar, og konurnar voru líklegri til að vera lesbíur. Með öðrum orðum hafði hugmynd þeirra um aukinn "kostnað" af kynmökum með körlum þau áhrif að fólkið dró úr þeim, alveg eins og með mjólkurkaupin í Bónus. Endaþarmsmök – en með konum Það sem rennir stoðum undir þessa kenningu er sú ótrúlega staðreynd að karlmennirnir sem áttu eyðnismitaðan ættingja voru líklegri til að stunda endaþarmsmök en hinir - en með konum! Þýðir það að þeir voru skápahommar sem höfðu einfaldlega fundið sér staðkvæmdarvöru við kynlíf með öðrum körlum í endaþarmsmökum með konum, þegar hið fyrrnefnda "hækkaði í verði"? Þótt niðurstöður Francis séu með ólíkindum áhugaverðar eru það kannski einmitt rannsóknir eins og þessi sem gerir fólk andsnúið hagfræði. En sama hvað fólki finnst, þá sýnir hún fram á að greiningartæki hagfræðinnar þekkja engin takmörk, og það sem meira er; hagfræðingar eru rétt að byrja að nota þau. Heimild: The Economics of Sexuality: The Effect of HIV/AIDS on Homosexual Behaviour in The United States e. Andrew M. Francis
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar