Erlent

Kúbverjar fá loks að fjárfesta

Löggjöfinni er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Löggjöfinni er beðið með mikilli eftirvæntingu.
Þann 10. nóvember næstkomandi verður Kúbverjum loks leyft að standa í fasteignabraski. Bann hefur verið á öllum viðskiptum með fasteignar í hálfa öld á Kúbu en með umbótunum verður eyjaskeggjum gert kleyft að selja fasteignir og ánafna þeim til ættingja. Einnig munu Kúbverjar ekki glata eignarhaldi á fasteignum sínum fari þeir úr landi.

Mikil eftirvænting er fyrir nýju reglunum en löggjöfin er sú róttækasta sem Raul Castro, forseti Kúbu, hefur samþykkt.

Enn verða þó ákveðnar reglur í gildi. Til að mynda mega Kúbverjar sem búa erlendis ekki fjárfesta í landinu. Að auki mega útlendingar ekki kaupa fasteignir á Kúbu.

Nýja löggjöfin kemur einnig í veg fyrir gróðabrall með því banna íbúum kúbu að eiga meira en tvær fasteignir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×