Enski boltinn

Heiðar skoraði í tapleik gegn Man. City

Silva fagnar marki sínu í dag.
Silva fagnar marki sínu í dag.
Heiðar Helguson og félagar í QPR létu topplið Man. City heldur betur hafa fyrir hlutunum er þeir komu í heimsókn á Loftus Road. Lokatölur 2-3 í hörkuleik.

Jay Bothroyd kom QPR yfir í leiknum en Edin Dzeko náði að jafna fyrir City fyrir hlé.

David Silva kom City yfir snemma í síðari hálfleik og héldu þá margir að eftirleikurinn ætti eftir að vera auðveldur fyrir City. Það var öðru nær.

Heiðar er funheitur þessa dagana og hann náði að jafna metin fyrir QPR rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. Reyndar ekki flottasta markið á ferli Heiðars en hann fékk boltann óvart í bakið og af honum fór boltinn inn. Því miður dugði það ekki til því Yaya Toure kláraði leikinn fimm mínútum síðar. Heiðar var reyndar ekki fjarri því að jafna metin er hann skallaði boltann í slána skömmu fyrir leikslok.

City er með fimm stiga forskot á toppnum en QPR er í tólfta sæti.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar Helguson og félagar í QPR létu topplið Man.

City heldur betur hafa fyrir hlutunum er þeir komu í

heimsókn á Loftus Road. Lokatölur 2-3 í hörkuleik.

Jay Bothroyd kom QPR yfir í leiknum en Edin Dzeko náði

að jafna fyrir City fyrir hlé.

David Silva kom City yfir snemma í síðari hálfleik og

héldu þá margir að eftirleikurinn ætti eftir að vera

auðveldur fyrir City. Það var öðru nær.

Heiðar er funheitur þessa dagana og hann náði að jafna

metin fyrir QPR rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. Því

miður dugði það ekki til því Yaya Toure kláraði

leikinn fimm mínútum síðar.

City er með fimm stiga forskot á toppnum en QPR er í

tólfta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×