Handbolti

AG tapaði 1000 milljónum kr. - þungur rekstur hjá Íslendingaliðinu

Rekstur danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn virðist vera afar þungur samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins í dag
Rekstur danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn virðist vera afar þungur samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins í dag Mynd/ AG Kaupmannahöfn
Rekstur danska handboltaliðsins AG frá Kaupmannahöfn virðist vera afar þungur samkvæmt frétt á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Á síðasta rekstrarári nam tap félagsins um 1 milljarði ísl. kr. Stór hluti íslenska landsliðsins leikur með AG, Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Guðmundsson er samningsbundinn félaginu.

Gert er ráð fyrir að ársvelta liðsins á yfirstandandi rekstrarári verði um 1,2 milljarðar kr. og styrktaraðilar liðsins leggja til um 700 milljónir kr. Forsvarsmenn AG þurfa að stóla á að aðrar tekjur skili af sér hálfum milljarði kr. til þess að ná endum saman.

Félagið hefur enn ekki gengið frá samningi við aðalstyrktaraðila en þeirri vinnu átti að vera lokið í október. Jesper Nielsen, eigandi AG, hefur lagt um 210 milljónir kr. í reksturinn á þessu ári og samkvæmt frétt Jyllands-Poste þá hafa nokkrir yfirmenn félagsins verið reknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×