Sport

Long meiddur - áfall fyrir Íra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Shane Long, leikmaður West Brom, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla í hné sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Aston Villa á laugardaginn.

Samkvæmt því mun hann missa af leikjum írska landsliðsins gegn Eistlandi í umspili um sæti í úrslitakeppni EM 2012.

Long meiddist eftir tæklingu Alan Hutton, leikmanns Aston Villa, og var Roy Hodgson, stjóri West Brom, afar óanægður með tæklinguna.

„Svona lagað á ekki heima í knattspyrnunni í dag enda var ekkert um þetta að öðru leyti í leiknum. Þetta var ljót tækling og er ég bæði reiður og dapur út af þessu máli,“ sagði Hodgson.

„Hann hefði getað hlotið enn meiri skaða að en ég tel meiðslin engu að síður mjög alvarleg.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×