Krónan ó krónan Friðrik Indriðason skrifar 28. október 2011 10:28 Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um krónuna á margumræddri ráðstefnu í Hörpu í gærdag. Þar voru samankomnir margir og miklir spekingar með mismunandi skoðanir á ágæti þeirrar myntar. Er hún bjargvætturinn, eða snákurinn, í grasinu? Ég er orðinn það gamall að ég man eftir ýmsum útgáfum af krónunni í gegnum tíðina. Líka þeirri sem raunverulega flaut enda úr áli. Þegar ég var að alast upp voru til fimmkrónu seðlar. Rauðir og fallegir, næstum eins og fimmhundraðkallinn í dag. Að vísu var fimmkrónu seðillinn minni en núverandi fimmhundraðkall. Samt gat maður keypt meira þá fyrir fimmkrónu seðilinn en hægt er fyrir fimmhundraðkallinn í dag. Sem segir kannski allt sem segja þarf. Þegar ég var að alast upp var hundraðkróna seðill í sínum skærgræna lit raunverulegur peningur. Það voru til þrír seðlar fyrir neðan hann. Fyrrnefndur fimmkrónu seðill og svo tíu- og tuttugu og fimmkróna seðlar. Sá síðastnefndi gerir það að verkum að ég get alltaf svarað í spurningakeppnum þegar spurt er um höfðingja sem hét Magnús á íslensku upplýsingaöldinni. Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir. Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna. Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008. Ég er sum sé fylgjandi því að slá krónuna af. Auðveldasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Þess vegna vil ég fá að kjósa um „pakkann" þegar, eða ef, hann lítur dagsins ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um krónuna á margumræddri ráðstefnu í Hörpu í gærdag. Þar voru samankomnir margir og miklir spekingar með mismunandi skoðanir á ágæti þeirrar myntar. Er hún bjargvætturinn, eða snákurinn, í grasinu? Ég er orðinn það gamall að ég man eftir ýmsum útgáfum af krónunni í gegnum tíðina. Líka þeirri sem raunverulega flaut enda úr áli. Þegar ég var að alast upp voru til fimmkrónu seðlar. Rauðir og fallegir, næstum eins og fimmhundraðkallinn í dag. Að vísu var fimmkrónu seðillinn minni en núverandi fimmhundraðkall. Samt gat maður keypt meira þá fyrir fimmkrónu seðilinn en hægt er fyrir fimmhundraðkallinn í dag. Sem segir kannski allt sem segja þarf. Þegar ég var að alast upp var hundraðkróna seðill í sínum skærgræna lit raunverulegur peningur. Það voru til þrír seðlar fyrir neðan hann. Fyrrnefndur fimmkrónu seðill og svo tíu- og tuttugu og fimmkróna seðlar. Sá síðastnefndi gerir það að verkum að ég get alltaf svarað í spurningakeppnum þegar spurt er um höfðingja sem hét Magnús á íslensku upplýsingaöldinni. Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir. Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna. Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008. Ég er sum sé fylgjandi því að slá krónuna af. Auðveldasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Þess vegna vil ég fá að kjósa um „pakkann" þegar, eða ef, hann lítur dagsins ljós.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun