Krónan ó krónan Friðrik Indriðason skrifar 28. október 2011 10:28 Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um krónuna á margumræddri ráðstefnu í Hörpu í gærdag. Þar voru samankomnir margir og miklir spekingar með mismunandi skoðanir á ágæti þeirrar myntar. Er hún bjargvætturinn, eða snákurinn, í grasinu? Ég er orðinn það gamall að ég man eftir ýmsum útgáfum af krónunni í gegnum tíðina. Líka þeirri sem raunverulega flaut enda úr áli. Þegar ég var að alast upp voru til fimmkrónu seðlar. Rauðir og fallegir, næstum eins og fimmhundraðkallinn í dag. Að vísu var fimmkrónu seðillinn minni en núverandi fimmhundraðkall. Samt gat maður keypt meira þá fyrir fimmkrónu seðilinn en hægt er fyrir fimmhundraðkallinn í dag. Sem segir kannski allt sem segja þarf. Þegar ég var að alast upp var hundraðkróna seðill í sínum skærgræna lit raunverulegur peningur. Það voru til þrír seðlar fyrir neðan hann. Fyrrnefndur fimmkrónu seðill og svo tíu- og tuttugu og fimmkróna seðlar. Sá síðastnefndi gerir það að verkum að ég get alltaf svarað í spurningakeppnum þegar spurt er um höfðingja sem hét Magnús á íslensku upplýsingaöldinni. Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir. Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna. Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008. Ég er sum sé fylgjandi því að slá krónuna af. Auðveldasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Þess vegna vil ég fá að kjósa um „pakkann" þegar, eða ef, hann lítur dagsins ljós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það var athyglisvert að fylgjast með umræðunni um krónuna á margumræddri ráðstefnu í Hörpu í gærdag. Þar voru samankomnir margir og miklir spekingar með mismunandi skoðanir á ágæti þeirrar myntar. Er hún bjargvætturinn, eða snákurinn, í grasinu? Ég er orðinn það gamall að ég man eftir ýmsum útgáfum af krónunni í gegnum tíðina. Líka þeirri sem raunverulega flaut enda úr áli. Þegar ég var að alast upp voru til fimmkrónu seðlar. Rauðir og fallegir, næstum eins og fimmhundraðkallinn í dag. Að vísu var fimmkrónu seðillinn minni en núverandi fimmhundraðkall. Samt gat maður keypt meira þá fyrir fimmkrónu seðilinn en hægt er fyrir fimmhundraðkallinn í dag. Sem segir kannski allt sem segja þarf. Þegar ég var að alast upp var hundraðkróna seðill í sínum skærgræna lit raunverulegur peningur. Það voru til þrír seðlar fyrir neðan hann. Fyrrnefndur fimmkrónu seðill og svo tíu- og tuttugu og fimmkróna seðlar. Sá síðastnefndi gerir það að verkum að ég get alltaf svarað í spurningakeppnum þegar spurt er um höfðingja sem hét Magnús á íslensku upplýsingaöldinni. Fyrir hundraðkrónu seðill var hægt að kaupa gotterí í gamla daga sem dugði í hátt í mánuð. Fyrir gervigullsleginn hundraðkall í dag færðu örfá grömm af blandi í poka. Við erum að komast aftur á sama stig og þarna um árið þegar við skárum tvö núll aftan af krónunni. Þá var gaman. Ég man að ég fór til Kaupmannahafnar nokkrum dögum síðar og tókst í fyrsta og eina skipti í minni sögu að skipta íslenskum seðlum í dönskum banka. Gjaldkerinn lét þess getið á sinni þvottekta Kaupmannahafnarmálýsku hve þessir hundraðkrónu seðlar væru fallegir. Aðdáendur krónunnar segja að hún hafi bjargað okkur í kreppunni og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Hinsvegar skil ég ekki alveg hvernig það eru rök fyrir áframhaldandi tilvist hennar. Nema náttúrulega að þessir spekingar viti fyrir víst að hér verði allt í hári og fári í efnahagsmálum og viðvarandi kreppur næstu áratugina eða aldirnar. Þá er gott að hafa krónuna. Andstæðingar krónunnar benda á að hún er í rauninni handónýt mynt og þeir hafa vissulega nokkuð til síns máls. Þú getur hvergi skipti henni í aðrar myntir nema með skilyrðum í íslenskum bönkum. Dollurum eða evrum er hægt að skipta nær hvar sem er í heiminum án vandræða. Þar að auki setti krónan þúsundir heimila á hausinn þegar hún féll niður úr gólfinu haustið 2008. Ég er sum sé fylgjandi því að slá krónuna af. Auðveldasta leiðin til þess er að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Þess vegna vil ég fá að kjósa um „pakkann" þegar, eða ef, hann lítur dagsins ljós.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun